Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 68
Utanstefnusaga
Nokkur blöð um frændur vora austan hafs
ÓráSsíumaSur og kristniboSi
Enn var sólblíðan söm og blikandi
fegurð himins og jarðar, er þau síra
Arvid Ekberg og Helene, kona hans,
héldu á leið heim. íslendingar, tveir,
voru í vagni þeirra. Ekið var fyrst um
Rjúkandal, meðfram Tinnvatni, hyl-
djúpu, þar sem föðurlandsvinir sökktu
norskri ferju, er Þjóðverjar höfðu hlað-
ið ,,þungu vatni", — síðan upp Tess-
ungdal, brattan sœludal, og upp á
Harðangursvíðáttu. Þar þótti íslend-
ingum vegur og gróðurfar líkjast
mjög því, sem gerist á íslandi, enda
var þá komið í liðlega 1100 metra
hœð.
Til lítils er að telja örnefni og staði.
Hvarvetna blasti við hin norska feg-
urð og yndisleikur, jafnt í djúpum döl-
um sem hátt í fjöllum. Hjá bœnum
Geiló á mótum Skurdals og Halling-
dals eru frœgar slóðir skíðamanna.
Þar brugðu sér prestshjón tvenn í
skíðalyftu til gamans. Var síðan
gengið á sjónarhœð þá, sem Prest-
holt heitir. Var þá vakin forvitni um
norska merkingu orðsins holt. Ef rétt
er munað, taldi síra Arvid Ekberg
orðið líkrar merkingar og íslenzka
orðið rjóður.
Ekið var nokkurn spöl austur og
niður Hallingdal. Þar er bœrinn Torpo,
og standa þar tvœr kirkjur hlið við
hlið í sama kirkjugarði, önnur eldforn.
Slíkt þótti íslendingum nýlunda, °9
þar eð hin eldri kirkjan var stafa-
kirkja, fýsti þá mjög að gefa henni
gaum. í sama mund bar á góma hino
elztu steinkirkju í Noregi, kirkjuna 1
Mostur á Hörðalandi. Helene Ekberg
minntist þess, að hún hafði heyrt síra
Harald Hope segja frá presti einum,
sem komið hafði við byggingarsögo
þeirrar kirkju, en verið hinn mesti °
ráðsíumaður og því verið sendur '
íslands sem kristniboði ,til þess a
gera yfirbót. Var sýnt, að þar mun '
komin gömul saga af Þangbran '
presti úr íslenzkum bókum. Snom
Sturluson segir raunar frá því í Heims
kringlu, að Ólafur konungur Tryggv°
son hafi fyrst stigið á land ! Noregn
þar sem heitir Mostur og látið syngia
þar messu í landtjaldi. Síðan ha
kirkja verið gerð í þeim sama sta
162