Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 70

Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 70
að sá þótti að ýmsu leyti frásagnar verður. Kvað síra Ekberg hann ekki fara troðnar slóðir hvarvetna, — þœtti hann alþýðlegur og hispurslaus í háttum, fjörmaður hinn mesti, enda fljóthuga. Var það til dœmis tekið, að hann nefndi presta í stifti sínu með fornafni og gengi beint að vandamálum. Það þóttu tíðindi, er ég gat þess, að biskup þessi mundi eiga œttir að rekja til eins Skálholtsbisk- ups. Skal síðar nokkru gerr frá hon- um segja. Nokkuð var liðið á dag, þegar komið var til Gjövik. Sá bœr er a11- mikill og stendur við hið fagra vatn Mjösa eða Mjörs, gegnt hinu forna biskupssetri, Hamri. Þar við vatnið eru einhver búsœldarlegust héruð í öllum Noregi, enda blöstu nú við aug- um víðáttumikil tún og engjar, hjarðir miklar og hlöður stórar. Lillehammer stendur nokkru ofar og norðar við vatnið, nálega í mynni Guðbrands- dals. Var sem landið fríkkaði með hverjum spöl, er ofar dró, í fölri kvöldsól. Lillehammer er einnig bœja fríðastur og þekkastur. Okkur hjón- um þótti því líkast, sem komið vceri á fornar slóðir suður í Schwaben í Þýzkalandi, þar sem áin Neckar renn- ur hceg og grcen gegnum gamlan há- skólabœ. Heima á prestsetrinu var húsbcend- um og gestum vel fagnað. Þar var góð aðkoma. Börn prestshjónanna, sem öll voru komin vel á unglings- aldur nema yngsti sonurinn, Hans, báru sama stillta og hýra góðvilja í fasi sem foreldrarnir. Og ekki dró tík- in, Karrí, af sér við fagnaðarlcetin. Húsakynni á prestsetrinu voru góð, en nokkuð við aldur að íslenzku mati. Einhver riddari eða hefðarmaður hafði byggt þau handa sjálfum sér á öðrum tug þessarar aldar, enda fylgdi hesthús. Stór aldingarður og trjágarður fylgdi einnig. Af efri hceð íbúðarhússins, þar sem við Anna fengum gisting, var hin fegursta út- sýn yfir bœinn og vatnið. -— Að öðru leyti skal ekki lýsa því góða heimili né heimafólki, þótt verðugt hefði ver- ið. En oft leitar á hugann það gotf, sem þar var notið. Bezt er þó vitund þess, að það var allt vegna Jesci Krists, — hinnar heilögu og sameig- inlegu trúar. Gamalt hús og stytta bandingjans Nú er frá því að segja, að ýmsir hafa gert frcegan þann garð, sem heitn Lillehammer. Þar bjó og undi norska skáldkonan, Sigrid Undset, sem marg- ir íslendingar hafa dáð. Þar stendur minnismerki hins frœga kristniboða, Skrefsruds, og þar er Maihaugen, þar sem geymt er safn Sandvigs, tann- lceknis, —- eitt hið merkilegasta minjO' safn i Norðurálfu. Á síðustu misserum hefur bœrinn og heyrzt nefndur í svo- kölluðum heimsfréttum. Válegur at burður varð þar á götu fáeinum vi ' um fyrr en við, hjónin, vorum þar ferð, Vopnaðir Gyðingar veittust þar að arabískum manni og vógu hann. Þau tíðindi vöktu sára reiði í Noreg1, og með undrum og ólíkindum ÞY , ferðamanni, að þau skyldu verða slíkum yndis- og griðastað. Hitt ve ^ ur aftur á móti engum undrun, Norðmenn skyldu bjóða Solzjenitsyn að setjast að í Lillehammer. 164

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.