Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 90

Kirkjuritið - 01.06.1974, Side 90
innar frá því að vera þakkargjörð í það að verða epiklesisk bœn. Þróunin í Vesturkirkjunni í Vesturkirkjunni verður þróunin öðru vísi, eins og De Sacramentis og hin rómversku sacramentaria sýna. Þar finnst ekki epiklesis í hinni klass- isku merkingu. í Vesturkirkjunni er heilagur andi kallaður yfir menn eingöngu, en ekki efni eða hluti. Undantekning er ein á þessu, skírnar- vatnið, sem byggist á því, að þar höfðu menn fyrir sér Ritninguna, er greinir frá því, að andi Guðs sveif yfir vötnunum í upphafi sköpunar, enda var hinn skírði ný sköpun. Hins er ekki að dyljast, að hin aust- rœnu áhrif ná til Vesturkirkjunnar, en að því er virðist, til gallversku lítúrg- íunnar eingöngu. Þessi einkenni hverfa þar, sem rómversk lítúrgía náði fótfestu og sigraði. Á síðari tímum, um og nokkuð eftir aldamótin, gœtti þessara austrœnu áhrifa nokkuð í Vesturkirkjunni meðal mótmœlenda. Þetta var af því að álit- ið var, að epiklesis vœri upprunaleg- ur hluti evkaristíunnar. Dœmi um þetta er Book of Common Prayer 1928. (Þessari bók var hafnað af Parlamentinu). Eftir innsetningarorðin kom þessi bœn: ,,Virzt þú að blessa og helga bœði oss og þessar gjafir þínar, brauð og vín, með helgum og lífgandi anda þínum". Þessari bcen var þó ekki œtlað að vera ákvarðandi um helgun efnanna, helgunarstundin var ekki tengd þess- ari bœn eins og í Austurkirkjunni, heldur mun hér hafa vakað fyrir að taka það fram, að það sé fyrir heilag- an anda, að efnin verða oss líkami og blóð Krists. I tillögum um endurskoðun BCP 1966. Alternative Servicees, (second series) er þetta hvergi að finna. í Service Book and Hymnal hinna lútersku i Ameríku (1958) er þessi bœn eftir innsetningarorð og í nánum tengslum við anamnesis: ,, . . . vér biðjum þig miskunnsarn- lega að meðtaka þessa lofgjörð og þakkargjörð og með orði þinu og heilögum anda að blessa oss, þjóna þína og þessar gjafir sínar, brauð og vín, svo að vér allir, er bergjum af þessu, fyllumst himneskri blessun og náð, hljótum fyrirgefningu synda, helgumst á sál og líkama og fáum hlutdeild með þinum heilögu." Austrœnu einkennin leyna sér ekki í þessari bcen, enda er hún samsuða úr Constitutiones apostolor- um viii. bók, sýrlensku riti, og rom- versku bœninni, supplices ie rogamus úr rómversku messunni- Epiklesis er þessi bœn ekki í hinm klassisku merkingu, en hœgt er að nefna hana communio-epiklesis. Til- gangur hennar virðist hinn sami °9 í BCP 1928. í lítúrgíu Taize brœðrafélagsins 1 Frakklandi er hluti helgunarbœnar- innar nefndur epiklesis og hljóðar svo- „Faðir vor, Guð allsherjar, fyll Þessa lofgjörðarfórn með dýrð þinni . • • Send heilagan anda þinn yfir oss °9 þessa evkaristiu vora. Helga þetfa brauð, að það verði líkami Krists o9 þennan kaleik, að hann verði blo 184

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.