Kirkjuritið - 01.06.1974, Page 94
byterar" hafi verið tilnefndir alls stað-
ar.
Heitið „biskup" og „presbyter" var
hœgt að hafa um sama manninn eða
menn með sömu eða líka þjónustu.
Rétt eins og ritsafn Nýjatestamentisins
var ekki fullkomlega mótað fyrr en ó
ofanverðri annarri öld, þannig þurfti
og lengri tíma en postulatímabilið til
fullmótunar hinna þriggja embœtta
kirkjunnar, biskups, prests, og djókna.
En eftir þennan mótunartíma urðu
þessi þrjú embœtti almenn í kirkjunni.
7
Vígsluembœttin
Hið kristna samfélag lifir til þess að
gefa Guði dýrðina með því að fram-
kvœma tilgang Föðurins. Allir kristnir
menn eru kallaðir til þess að þjóna
þessum tilgangi með bœnalífi sínu, í
undirgefni sinni við nóð Guðs og með
þjónustu sinni við þarfir mannanna.
Þeir eiga að vitna um þá umhyggju,
sem Guð ber fyrir öllu mannkyni og
um réttlcetið, sem ríkja skal manna á
meðal. Þeir skulu gefa sig Guði i lof-
gjörð og tilbeiðslu og þeir skulu neyta
krafta sinna til að gjöra mönnum fœrt
að hljóta samfélag við lýð Guðs og
vera þannig undir valdi kœrleika hans.
Takmark þess embœttis, er hlýtur
vígslu, er að þjóna þessum almenna
prestsdómi allra trúaðra manna. Eins
og önnur samfélög manna þarfnast
kirkjan sérstaks embœttis til forustu
og einingar, sem Heilagur Andi gef-
ur í vígsluembœttinu (the ordained
ministry). Þetta embœtti tekur á sig
ýmsar myndir eftir mismunandi þörf-
um þeirra, sem kirkjan vill þjóna. Það
er hlutverk hins vígða þjóns (minister)
að samrœma starfsemi hins kirkjulega
samfélags og efla það, sem er nyt-
samt og nauðsynlegt fyrir hlutverk
kirkjunnar og líf hennar. Hann skal
greina það, sem er af Anda Guðs '
margbreytileik hins kirkjulega lífs og
efla eininguna.
8
í Nýjatestamentinu er margskonar
ímynd (image) notuð til að lýsa starfi
þessa þjóns (minister): Hann er þjónn
(servant) bœði Krists og safnaðarins.
Sem boðberi og sendimaður, þá er
hann fulltrúi Krists með valdi hans
og flytur boðskap sáttargjörðarinnar-
Sem kennimaður (teacher) útskýrir
hann orð Guðs og heimfœrir það til
samfélagsins. Sem hirðir annast hann
og leiðir hjörð sína. Hann er þjonn
(steward), sem aðeins má bera þa^
eitt fram fyrir fjölskyldu Guðs, sem
Krists er. Hann á að vera fyrirmyn^
um helgun og umhyggju.
9
Eitt kjarnaatriði hins vígða embœttis
(ordained ministry) er ábyrgð þsss a
tilsjón (episcope). Þessi ábyrgð felul 1
sér trúmennsku við hina postulleðý
trú, tilveru hennar í lífi kirkjunnar 1
nútíðinni og skila henni til kirkji
framtíðarinnar. Prestar (presbyters) eru
sameinaðir biskupinum í tilsjón hans
með kirkjunni í þjónustu orðsins o9
sakramentanna. Þeim er gefið val
188