Kirkjuritið - 01.09.1974, Side 30
Passíusálmarnir mjög persónulegt
verk. Þeir tala til þess, sem dýpst er
og rótstœðast í eðli mannsins. Þeir
tala til mennskunnar í manninum,
sýna manninum smœð sína og sekt
gagnvart Guði sínum og frelsara og
leiða hann á lifandi og áþreifanlegan
hátt að þeim viðburði, sem lýst er.
Það hefur orðið mörgum íhugunar-
efni, hvort ákveðin tengsl og orsaka-
samband vœri milli Passíusálmanna
og persónulegrar reynslu og þjáning-
ar skáldsins. Prófessor Magnús Jóns-
son, sem ritaði tvœr bœkur um séra
Hallgrím og Passíusálmana, hefur
haldið því fram, að tilefni Passíusálm-
anna sé vitund skáldsins um holds-
veikina og hin djúpa þjáning, sem
þvi fylgdi, — að Passíusálmarnir beri
vitni um mikla örlagastund og sálar-
baráttu. Hann segir, að séra Hall-
grímur hafi einmitt árið 1656 orðið
þess áskynja, að hann var orðinn
holdsveikur. Þá hafi runnið upp fyrir
honum það skelfingarauknablik, sem
gat skekið þennan rólega mann, er
ekki lét sér bregða, þó að eignir hans
brynnu til kaldra kola. Örlagastundin
er sú andrá, þegar hann sér, að hann
er orðinn holdsveikur, sér allt hrynja
í rústir og þjáningarferillinn fram und-
an. Og þá hafi honum staðið píslar-
ferill frelsarans enn þá skýrar fyrir
sjónum, þegar hans eigin píslar- og
sjúkdómsferill varpar á hann Ijósi
veruleikans. Þannig telur prófessor
Magnús beint orsakasamband milli
holdsveiki skáldsins og sálmanna.
Þessari skoðun andmœlir doktor
Sigurður Nordal í ágœtri bók sinni
um séra Hallgrím og Passíusálmana,
sem út kom árið 1970- Telur hann,
220
að holdsveiki séra Hallgríms sé ekki
orsök Passíusálmanna, en samt séu
þeir sprottnir úr persónulegri reynslu
skáldsins, sálarstríði hans og innri
átökum, trúarbaráttu hans og trúar-
lífi.
Það mœlir gegn skoðun prófessors
Magnúsar Jónssonar, að vitað er með
öruggri vissu, að séra Hallgrímur var
við allgóða heilsu í nokkur ár, eftir
að hann lauk við Passíusálmana, svo
að ólíklegt verður að telja; að holds-
veikin hafi þjáð hann þau árin, sem
hann var að yrkja þá.
Þess má geta, að þremur árum eftir
að séra Hallgrímur lauk sálmunum,
eða árið 1662, brann bœrinn í Saur-
bœ, og var hann þá við góða heilsu
og gekk að heyskap með fólki sínu.
Sama sumar er hann viðstaddur
Kópavogseiðinn. Og veturinn eftir fer
hann austur að Skálholti samkvœmt
beiðni velgjörðarmanns síns Bryn-
jólfs biskups til þess að flytja Ragn'
heiði trúarstyrk og huggun, þar sem
hún liggur banaleguna og er að deyja
úr berklum. Segir það sína sögu um
hœfileika hans sem huggara og sálu-
sorgara. Það var við jarðarför hennar,
sem sálmurinn ,,Allt eins og blómstrið
eina" var sunginn fyrsta sinni. Ö9
síðan hefur hann verið sunginn °ð
einhverju leyti í nœstum því hven
einasta sinn, sem líkami látins ls'
lendings hefur verið lagður að móð-
urskauti. Er það einsdœmi í kristm-
sögu heimsins, að sami sálmur se
sunginn öldum saman við allar jarðar
farir meðal sömu þjóðarinnar.
í framhaldi af því, sem þegar he
ur verið sagt um tilefni og ors°
sálmanna, vil ég láta í Ijósi þá s^0