Kirkjuritið - 01.09.1974, Qupperneq 52
íslenzkrar þjóðarsögu, þegar hún er
metin út fró stjórnmálalegum forsend-
um. Og það er staðreynd, að hið
danska konungsvald jókst, um leið
og hinu innlenda valdi hnignaði, og
konungur sló eign sinni á stóran hluta
allra jarðeigna á íslandi. Þessa þróun
hafa margir viljað skrifa einhliða á
reikning siðbótarinnar. Mér virðist það
þó vera of einföld sögutúlkun, því að
enginn vafi er á því, að konungsvald-
ið hefði aukizf og eflzt án áhrifa sið-
bótarinnar, þótt konungurinn fœrði
sér í nyt hentugt tœkifœri til þess að
koma ár sinni fyrir borð. Efling kon-
ungsvalds var hafin úti um alla
Evrópu fyrir siðbót og hefði haldið
áfram, þótt hún hefði ekki komið til.
VI.
Það var engan veginn nœgjanlegt að
brjóta hið rómverska kirkjuvald á bak
aftur. Svo sem áður er nefnt var ís-
lenzka þjóðin nœsta óviðbúin siðbót-
inni og ókunnug kenningum hennar.
Það var siðbótinni einnig mikið tjón,
að fyrsti lútherski biskupinn, Gizur
Einarsson í Skálholti, andaðist aðeins
40 ára að aldri, tveimur árum á undan
Jóni biskupi Arasyni. Þar féll frá höf-
uðleiðtogi siðbótarinnar, sem helzt
gat varið hagsmuni kirkju og þjóðar
gagnvart konungsvaldinu. Eftirmenn
hans voru ekki jafnokar hans. Enginn
vafi leikur á því, að það hafði mót-
andi áhrif á siðbótarsögu (slands.
Segja má, að siðbótin hafi fyrst veru-
lega fest rœtur á íslandi fyrir það
starf, sem Guðbrandur biskup Þorláks-
son á Hólum vann með bókaútgáfu
sinni um og fyrir aldamótin 1600.
Hann lauk við þýðingu Biblíunnar á
íslenzku og lét prenta hana árið 1584.
Hann gaf einnig út sálmabók og grall-
arann til notkunar við guðsþjónust-
una, auk fjölda annarra bóka. Segjo
má, að starf hans hafi haft ómetan-
leg áhrif á útbreiðslu kenninga sið-
bótarinnar á íslandi.
Mig langar til þess að nefna tvo
menn frá nœstu öldum, sem höfðu
mikil kristileg áhrif. Þeir eru sálmO'
skáldið mikla, Hallgrímur Pétursson,
og Jón biskup Vídalín ! Skálholti. Eng-
in bók á íslandi hefur haft meira
gildi fyrir kristnilíf íslenzku þjóðarinn-
ar en Passíusálmarnir, sem ortit
eru um pínu og dauða frelsarans-
Þeir hafa komið út í fleiri útgáfurn
en nokkur önnur Islenzk bók, og seg|a
má, að margar kynslóðir íslending0
hafi lœrt sálmana utanbókar. Enn eru
þeir lesnir í Ríkisútvarpinu á föstunni-
Jón Vídalín var biskup í Skálholti-
Hann var rœðusnillingur fylgian^'
rétttrúnaðarstefnunni. Húslestrarbók
hans kom út í mörgum útgáfum °9
var lesin af allri íslenzku þjóðinni 1
meira en heila öld. Enn eru rœðu'
hans taldar vera perlur að málf0^'
og mœlsku til, þó að þœr þyki f°rn’
legar að vonum.
Á átjándu öld bárust áhrif pietis^
ans út hingað, er Ludvig Harboe, sl ^
ar Sjálandsbiskup, kom til íslands
þess að kanna ástandið í íslenz^u
kirkjunni. Hann dvaldist hérlendis un1
nokkur ár og aflaði sér trausts og v,n
sœlda með mildri framkomu s'nrig
Hann reyndi að verða íslandi a
gagni, en pietisminn sjálfur ha
aldrei mikil áhrif hér.
242