Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1974, Page 56

Kirkjuritið - 01.09.1974, Page 56
Utanstefnusaga IV. Nokkur blöð um frændur vora austan hafs Úr œttartölu biskups Það er frá œttum Hamarsbiskups að segja, að forfaðir hans einn á íslandi hét Jakob Eiríksson, „merkisbóndi við Búðir i Snœfellsnessýslu", að sögn Boga Benediktssonar í Sýslumanna- œvum. Var hann og lögréttumaður og talinn góður lœknir, „vel að sér í flestu af bœndum að vera, auðugur, framkvœmdasamur og fyrirsjónar- maður mikill." Son átti hann, er Jón hét, og var sá fœddur 1738. Var hann settur til mennta og nam fyrst hjá síra Gísla Magnússyni á Staðarstað, er síðar varð Hólabiskup, — fór því nœst í Skálholtsskóla og lauk þaðan námi 1758. Eftir það var hann um skeið í föðurhúsum. Hann felldi um þœr mundir hug til prestsdóttur á Staðar- hrauni, er Rósa hét Halldórsdóttir. Var hún „fríð sýnum og tilhaldsstúlka mik- il." Fór þá hvorki betur né verr en svo, að hún ól Jóni son, að líkindum 6. janúar 1758, fremur en 1759. Var sá nefndur Gísli. Af þeim Rósu og Jóni er það enn- fremur að segja, að honum var þá um sinn lokuð leið til prestskapar, og hélt hann þá utan til náms í Höfn- Skyldi Rósa bíða hans, segir Bog' Benediktsson, en hún rataði þá í Þa^ ólán að ala öðrum manni barn, HaM' dóri Eiríkssyni, föðurbróður Jóns. F°r hún þá í eins konar stofufangelsi a^ Ingjaldshóli, en fékk þó uppgjöf sakö og giftist þá manni, sem lengi v°r verzlunarmaður í Grundarfirði °9 Stykkishólmi. Jón framaðist hins vegar í hlöfn um allmörg ár, og kom loks heim a kominn, lœrður maður í bezta l^ð1' árið 1768. Hafði konungur þá veit, honum Vaðlasýslu. Settist hann oð a Espihóli í Eyjafirði. „Tók hann þar v' örbœli," segir Bogi Benediktsson, //en keypti jörðina síðan af þeim, er attl' hýsti þar svo sterklega og prýðile9e' að enginn slíkur bœr var þá í ^°r.g urlandi, fyrir utan Hólastól." Er d°rl, á hann hið mesta lof sem yfirvald, höld og mannkostamann í hvívetn<t. Sagður er hann mikill maður veX. og höfðinglegur, gildur maður að a en giktsjúkur í mjöðmum og axiur^’ lœrdómsmaður og ritfœr vel, en elP 246

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.