Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1974, Page 92

Kirkjuritið - 01.09.1974, Page 92
staða þeirra til sakramentanna varð því eðlilega sú, að telja þau lítils virði sem ytra tákn. Gegn þessum mönnum leggur Lúther áherzlu á; að Guð hafi stofnsett sakramentin og fyr- irskipað þau, og það sé vilji hans að vinna verk sitt í mönnum með slík- um ytri athöfnum. Guð geri það vegna mannanna, svo að þeir, tengdir jörð- inni í skynjunum, geti einnig tekið við orði Guðs með sömu skynjunum. Vissulega hvílir allt á trú, segir Lúther. ,,En trú verður að hafa eitthvað, sem hún getur hallað sér að og getur stað- ið á". Vingltrúarmennirnir gengu svo langt að neita frumkvœði Guðs í sakra- mentinu, og( telja það eingöngu hvíla á ástandi trúarinnar hjá viðkomandi einstaklingi. Þar með var skírninni t. d. breytt frá því að vera tákn og fullvissa um fyrirheit Guðs, í merki um trú mannsins. Lúther svarar þessu, en gefur ekk- ert eftir í fyrri skoðunum sínum um trú og sakramenti. En nú leggur hann áherzlu á, að verk Guðs í sakrament- unum séu á u n d a n trúnni. Verk Guðs kalli manninn til trúar og stofnsetji trúna. Náðin í sakramentunum er ekki undir manninum komin. Trúin gerir sakramentið ekki að sakramenti, held- ur tekur við því. Sakramentið er mann- inum gefið á undan trúnni sem verkn- aður Guðs, og maðurinn getur játast undir það í trú. Lúther breytti þannig áherzlu á vissum atriðum eftir því, hvort hann var að deila við rómversku kirkjuna eða vingltrúarmenn. En kenn- ing hans um sakramentin breyttist ekki. S K í R N I N Skírnin og líf hins trúaða Það, sem fram fer við skírnina, er ekki verk manna heldur verk Guðs. Að vera skírður í nafni Guðs er að verd skírður af Guði sjálfum, en ekki mönn- um. Þó svo að skírnin sé framkvœmd af mönnum er hún vissulega verk Guðs sjálfs, segir Lúther. Orð Guðs er það, sem máli skiptir í þessu, eins o9 áður. Að GUÐ skuli vinna verkið þýöi'/ að í skírninni er a 111 hjálprceðið fólg- ið. Skírnin er ekki liður i hjálprœðino, heldur öll náð Guðs. Fyrir skírnin0 ,,er mér veitt fyrirheit um, að ég mon' verða frelsaður og öðlast eilíft l'f' bœði fyrir líkama og sálu." Þessi oj' gjöra náð í skírninni hefur giIdi fyr" allt líf hins kristna manns, allt þar *' hann gengur inn til eilífs lífs. Hann lifir alla tíð síðan í náð. Þegar hann fellur í synd, fellur frá skírninni, þoí^ ast hann ekki nýrrar náðar. Hann þarfnast aðeins þess að hverfa aftuí til skírnarinnar og trúarinnar og ÞesS fyrirheitis og kraftar, sem í því Þannig ber hinum kristna manni í 0 lífi stnu, að hafa um hönd og endul^ nýja það, sem honum var gefið skírninni í eitt skipti fyrir öll. Skírn 1 ^ er þannig atburður, sem gerist einu sinni. En jafnframt er hún PV ingarmikill og ferskur raunverulel fyrir líf og, breytni. . Til skýringar á þessu bendir Lu á Rómverjabréfið, 6. kapítula. Skirn er þátttaka í dauða og upprisu Krisfs; Hinn gamli maður deyr, en hinn ny1 282

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.