Kirkjuritið - 01.12.1974, Blaðsíða 42
Minn friS gef ég yður, minn frið lœt ég hjó yður, ekki svo sem heimur-
inn gefur, þó gef ég yður, segir Jesús við lœrisveinana (Jóh. 14). Það
er svoddan friSur, sem gjörir oss ríka í fátœktinni, frjálsa í þrœldóminum,
glaSa í sorginni, metta i hungrinu, innlenda í útlegSinni og um alla hluti
oss sjálfum fullnóga, þá vér ekkert höfum. Þessi friður gjörSi Job heil-
brigSan í kröminni, Davíð réttlátan mitt í syndinni, hann diktaSi lofsöng-
inn fyrir Pál og Sílas í myrkvastofunni (Post. 16), hann gladdi Kristí
postula, þá er þeir gengu fagnandi og þó húSstrýktir út frá ráSinu
(Post. 5), hann huggaSi Maríu undir sins sonar krossi og enn nú í dag
alla þá, er hann bera meS henni. Og fyrir því( brœður mínir, aS þessi
friSur er svo mikill og svo dýr, aS án hans er enginn friSur, og þeir, eS
þenkja á himneska hluti, kunna engan friS aS hafa, þegar þeir hans
sakna, þótt öll veröldin hlœi á móti þeim, þá grátbœni ég ySur fyrir ySar
velferSar sakir að endingu meS orSum Páls, þar hann segir: Vér erum
sendiboSar vegna Krists (II. Kor. 5), og svo sem GuS beiddi fyrir oss,
þá biSjum vér í Kristí nafni: Sœttizt viS GuS. En þú, náSarfulli himneski
faSir, sem meS dýrmœtu blóSi þíns eingetins sonar hefur endurkeypt
velferð sálna vorra, gef þú þínum börnum að elska þig, elskast inn-
byrSis og halda eindrœgni í andanum, svo allir þekkja megi, aS þeir séu
þíns sonar lœrisveinar (Jóh. 13), gef þeim aS hlaupa svo skeiS lífdaga
þessara, aS þeir fái yfirunnið fyrir hann, sem heiminn hefur sigrað, svo
aS þínir þjónar mœttu meS Símeoni í friSi fara eftir orSi þínu (Lúk. 2),
nœr þér þóknast, aS þeir ganga skuli veg allrar veraldar, bœnheyr þaS,
herra, himneski faSir, fyrir Jesúm Kristum. Amen.
Ur predikun meistara Jóns Vídalíns á jólanóttina.
328