Kirkjuritið - 01.12.1974, Blaðsíða 76
Söngvísa á jólahatíðinni
(Brot)
Jólin þýð lét sinn lýð
Ijúfur guð fá;
öngum stríð, öllum blíð
í ásjá
heilög mál hvörri sál
hýran sinn koss
getur enn nú guð þrennur,
gott hnoss.
í Betlehem barst í heim
barnið guðs fœtt
í eymd og nauðum eingla
brauðið
umrœtt.
Vitringar þekktu þar
þennan svein fyrst,
guð og mann, héldu hann,
Herra og sinn Krist.
Þann unga svein utan mein
orðin mín þjáð
hefur lyst að fá fyrst
í forráð;
hans er blóð gœzku góð
grœðing manna.
Ljóminn hár, lindin klár,
lausn syndanna.
Fögur jól, fagra sól,
fœrðu í mitt hús.
Jeg vil glaður játa það,
minn Jesús;
þú ert skjól, scela sól,
sanna líf, hrós,
bótin meina, braut hreina,
bjart Ijós.
Þinn við stól, sœla sól,
sonur guðs hreinn,
heldur jól í háskóla
hvör einn
limur þinn,- leið mig inn;
lát mig eiga
allan þig, eigðu mig
eilíflega.
362