Kirkjuritið - 01.12.1974, Blaðsíða 29
kirkjufélagi, sem um var að rœða. Ég
býst þess vegna við, að prestar þar
hafi verið miklu „dogmatískari" en
hér. Þeim var það eðlilegt.
Þetta var eitt af því, sem kom mér
dálítið spánskt fyrir sjónir. Þó get ég
ekki sagt, að mér þœtti þetta neitt
óþœgilegt. Hins vegar fannst mér oft
styrkur að þvi að vita, að þarna var
alveg fastur og ákveðinn grundvöllur.
Einn veturinn tók ég mig til og fór
með stjórnarskrá LCA á sóknarnefnd-
arfundi og skýrði hana og túlkaði fyrir
menn. Þá kom kenningin vitanlega
einnig til umrœðu, og allt var á hreinu.
Enda varð ég ekki var við, að árekstr-
ar yrðu milli presta um þessi efni.
Prestar gátu verið misjafnir starfs-
rnenn, en engin hœtta var á, að þeir
fœru að rífa niður kenninguna hver
fyrir öðrum.
/fStraujuð messa"
■— Hvað segirðu um sjálfa mess-
una? spyr sira Arngrímur.
-— Hún er mjög áþekk í þrem lút-
hersku kirkjudeildunum í Kanada, og
Lvaer þeirra nota sömu messubók.
hetta ervitanlega hin klassíska messa,
e. t. v. með örlitlum frávikum. Það
er eins og ég hef stundum sagt við
Þig, síra Arngrímur: Þetta er sama
messa og þú notar. Hún er bara
„straujuð" í Ameríku. Það eru svona
ýrnis smáatriði, sem þú notar, sem
folla niður hjá þeim. Sama messu-
form er notað allt árið og þó þannig,
að prestar umgangast þetta form
okaflega sveigjanlega. Ameríkanar
eru svo miklir pragmatistar, að þeir
eru ekki að gera neitt veður út af því,
sem ekki skiptir máli, að þeirra dómi.
Söfnuðurinn stendur t. d. við sálma-
söng, en sé presturinn þreyttur, þá
sezt hann á meðan og tekur ekki þátt
í söngnum. Þetta þótti mér mjög þœgi-
legt. Eins er það, ef kór syngur eitt-
hvað sérstakt í messunni, þá sezt
presturinn ósköp rólega.
Talið berst einnig að klœðnaði
presta og messuklœðum, og segir
sira Kristján, að enn séu til lútherskir
prestar þar vestra, sem helzt vildu
messa í jakkafötum sínum, líkt og síra
Jón Bjarnason hefði helzt kosið.
Klœðnaður og ytra form eru þar talin
skipta minna máli. Hins vegar hefur
lítúrgísk nefnd á vegum LCA ekki alls
fyrir löngu heimilað notkun hökuls við
kvöldmáltíðir, en ekki ella. Lítúrgískar
hneigðir sinar segir síra Kristján frem-
ur hafa við ast af sér þar vestra.
Grundarkirkja, — fríkirkja oig góður
söfnuður —
Nú er spjall þetta nokkuð farið að
losna úr böndum. — Mynd af Grund-
arkirkju kemur óvœnt með póstinum
og snertir einhverja strengi.
— Mér hefur aldrei þótt eins vœnt
um nokkra kirkju eins og þessa, verður
síra Kristjáni að orði. Ég átti oft leið
framhjá henni, og þó að hœtt vœri að
nota hana, þá var það nú samt þann-
ig, að hún var alltaf opin. Og ég
renndi oft heim að kirkjunrti og fór
þar inn, átti þar stund. — Hún var
mér afar kœr, — ákaflega mikill hluti
af sjálfum mér,
Það berst í tal, að síra Kristján er
að taka saman þœtti úr vestur-ís-
lenzkri sögu. Hann segir, að eitt aðal
315