Kirkjuritið - 01.12.1974, Blaðsíða 86
Kirkjumálaráðherra veitti 85.000 kr.
styrk, og borgarstjórinn í Reykjabík,
Birgir Isl. Gunnarsson, bauð gestum
til sýningarinnar „íslensk myndlist í
1100 ár" á Kjarvalsstöðum, og þágu
þeir þar einnig veitingar.
Vegna 1100 ára afmœlis íslands-
byggðar og eins vegna þess, að nor-
rœnt prestkvennamót hefur ekki áður
verið haldið hér á landi, var saga
lands og þjóðar mikið kynnt á mótinu,
og hinir ágœtustu fyrirlesarar fengnir
til þess: Jónas Gíslason, lektor, talaði
um íslenskt kirkjulíf fyrr og nú, Hörður
Ágústsson, listmálari, sýndi litskugga-
myndir frá gömlum kirkjum, Sveinn
Einarsson, þjóðleikhússtjóri, „blaðaði
! menningarsögunni", dr. Sigurður
Þórarinsson, jarðfrœðingur, talaði um
andstœður Islands — eld og ís —, en
mótið hófst með guðsþjónustu I Dóm-
kirkjunni, þar sem biskup íslands,
herra Sigurbjörn Einarsson, predikaði.
Á kvöldvöku í Norrœna húsinu var
flutt vandað efni, svo sem söngur
Guðrúnar Tómasdóttur, með undirleik
Ólafs Vignis Albertssonar. Hulda Stef-
ánsdóttir flutti erindi, sýndir voru
þjóðbúningar o. fl. Erlendar prestkon-
ur höfðu morgunbœnir og hugleiðing-
ar á mótsdögunum. Einna vinsœlast
varð það, að íslenzkar prestkonur
buðu mótsgestunum til k'völdverðar á
heimilum sínum. Komust á meiri og
betri kynni á þann hátt en annars get-
ur orðið á fjölmennum mótum, og var
það afar mikils metið.
Mótsnefnd skipulagði skemmtiferð
! lok mótsins, — Skálholt—Gullfoss—
Geysir—Þingvellir. í Skálholti tók á
móti gestunum sóknarpresturinn, séra
Guðmundur Óli Ólafsson, og hafði
helgistund ! kirkjunni. Séra Heimir
Steinsson rektor sagði frá lýðháskól-
anum í Skálholti.
Á Þingvöllum var til leiðsagnar
séra Eiríkur J. Eiríksson og lýsti hann
staðnum fyrir mótsgestum á áhrifarík-
an hátt frá Lögbergi. Var það ógleym-
anleg. stund, og allir sungu að lokunn
Fögur er foldin, hver á sínu máli.
Erlendu gestirnir voru 149, en ís-
lenskir um 30.
Mótið tókst vel ! alla staði, °9
hjálpaðist þar allt að, ágœtis veður,
góður undirbúningur og góður andi
hjá mótsgestum, sem gerði allt létt '
vöfum.
Erlendu gestirnir dvöldu hér á landi
í viku. Síðustu dagana voru þeir a
eigin vegum og fóru margir þeirra 1
ferðalög, svo sem til Vestma.nnaeyja<
Akureyrar, Mývatns og jafnvel hl
Grœnlands. Mikið hefur borist af
kveðjum og þökkum frá erlendu mots-
gestunum, sem virðast hafa notið
þessara daga í ríkum mœli, enda var
margt til skemmtunar þessa dagana<
þar sem þjóðhátíð var haldin ! Reykja-
vík og bllðskaparveður alla dagana.
Stjórn Prestkvennafélags íslands skipa
þessar konur:
Rósa Björk Þorbjarnardóttir, Kópavog1'
formaður.
Anna Magnúsdóttir, Skálholti, ritari-
Áslaug Sigurbjörnsdóttir, Reykjaví ,
gjaldkeri.
Herdís Helgadóttir, Reykjavík, vara
formaður.
Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, Mcelife '<
vararitari.
Ingibjörg Þórðardóttir, Reykjavík,
varagjaldkeri.
372