Kirkjuritið - 01.12.1974, Blaðsíða 96
hluti. Andinn kviknar aðeins af anda.
Hvers vegna þá í ósköpunum að neyta
Krists líkamlega? Zwinglisinnarnir
skilja því sakramentið eingöngu sem
tákn, er sýna skal andlegan raun-
veruleika, sem trúin getur reynt.
Lúther var á móti slíkri aðgreiningu
milli anda og holds og benti á, hversu
fjarlœgt slíkt er hugsun Biblíunnar.
Hjá Lúther eru andi og hold því að-
eins andstœður, þegar talað er um
syndugleika. Hold þarf þv! ekki að
vera neikvœtt hugtak. Þess vegna get-
ur hann líka sagt,: „Líkamleg
neyzla er í sjálfu sér andleg neyzla,
þegar hún á sér stað í trú". Allt, sem
gjört er í trú er andlegt. Allt, sem
kemur frá Heilögum anda er andlegt,
hvort sem verknaðurinn er í sjálfu
sér efnislegur eða ekki. Þess vegna
verður neyzla efnanna 1 kvöldmáltlð-
inni ekki andleg eða holdleg eftir því
hvernig efnið er, heldur fer það eftir
Heilögum anda.
í þessu kemst Lúther langt framar
andstœðingum sínum. Hann rœðst
gegn þeirri skoðun, sem telur verk
andans einskorðað við hið innra og
bendir á, að andinn starfar í mannin-
um sem einni heild líkama og sálar,
í lífinu öllu. Og lífið allt getur ekki
aðeins verið hið innra heldur einnig
líkaminn. Öll samskipti Guðs og
manna segir Lúther vera fyrir verk
Heilags anda. Og þessi samskipti eru
í eðli sínu ekki aðeins andleg heldur
einnig líkamleg. Fyrir Lúther mœtir
andinn manninum aldrei öðru vísi en í
raunverulegum og áþreifanlegum
formum, í holdtekju sögunnar. Sé hið
líkamlega, hið áþreifanlega vanrœkt
sýnir það misskilning á hinum sanna
og sögulega raunveruleika opinberun-
ar Guðs. ,,Það er ekkert það orð til í
Biblíunni, sem ekki er bundið einhverju
efnislegu, einhverju ytra formi", segir
Lúther. Vegna þessa, leggur Lúther
svo mikla áherzlu á líkamlega nœr-
veru Krists í sakramentinu. Kristur i
sakramentinu er þetta áþreifanlega
hér á jörðu.
Andstœðingar hans bentu þá á, að
það sé andstœtt dýrð Guðs, að birtast
í holdi í brauðinu. En gegn því bendir
Lúther á, að þannig hafi það einnig
verið í holdtekju Krists í upphafi, en
hún hafi samt orðið, meira að segja
endað á krossi.
En þá vaknar spurningin:,, Er Kristur
raunverulega í brauðinu og víninu a
altarinu? Situr hann ekki við hœga
hönd Guðs?" Þessu svarar Lúther með
kenningu sinni um Kristsfrœðin. Reynd-
ar fullmótaðist sú kenning ekki fyrr en
í sambandi við kvöldmáltíðina. Hann
segir Guð vera a11s staðar nálcegan.
Hœgri hönd Guðs er þv! alls staðar.
En maðurinn getur ekki höndlað ncer-
veru Guðs alls staðar. Guð er nálceg-
ur, en spurningin er hvort maðurinn
tekur við honum. Lúther segir því, að
í sakramentinu gefi Kristur til kynna,
að hann sé. „Þetta er minn líkami-
Þar getum við gengið að honum.
Raunveruleg nálœgð Krists
og gjöf kvöldmáltíðarinnar.
Líkamleg nœrvera Krists ! brauði og
vlni sakramentisins, þ. e. raunveruleg
nálœgð verður, þegar söfnuðurinn
neytir kvöldmáltíðarinnar. Þau orð,
sem eru ákvarðandi ! þessu samban 1
382