Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Síða 96

Kirkjuritið - 01.12.1974, Síða 96
hluti. Andinn kviknar aðeins af anda. Hvers vegna þá í ósköpunum að neyta Krists líkamlega? Zwinglisinnarnir skilja því sakramentið eingöngu sem tákn, er sýna skal andlegan raun- veruleika, sem trúin getur reynt. Lúther var á móti slíkri aðgreiningu milli anda og holds og benti á, hversu fjarlœgt slíkt er hugsun Biblíunnar. Hjá Lúther eru andi og hold því að- eins andstœður, þegar talað er um syndugleika. Hold þarf þv! ekki að vera neikvœtt hugtak. Þess vegna get- ur hann líka sagt,: „Líkamleg neyzla er í sjálfu sér andleg neyzla, þegar hún á sér stað í trú". Allt, sem gjört er í trú er andlegt. Allt, sem kemur frá Heilögum anda er andlegt, hvort sem verknaðurinn er í sjálfu sér efnislegur eða ekki. Þess vegna verður neyzla efnanna 1 kvöldmáltlð- inni ekki andleg eða holdleg eftir því hvernig efnið er, heldur fer það eftir Heilögum anda. í þessu kemst Lúther langt framar andstœðingum sínum. Hann rœðst gegn þeirri skoðun, sem telur verk andans einskorðað við hið innra og bendir á, að andinn starfar í mannin- um sem einni heild líkama og sálar, í lífinu öllu. Og lífið allt getur ekki aðeins verið hið innra heldur einnig líkaminn. Öll samskipti Guðs og manna segir Lúther vera fyrir verk Heilags anda. Og þessi samskipti eru í eðli sínu ekki aðeins andleg heldur einnig líkamleg. Fyrir Lúther mœtir andinn manninum aldrei öðru vísi en í raunverulegum og áþreifanlegum formum, í holdtekju sögunnar. Sé hið líkamlega, hið áþreifanlega vanrœkt sýnir það misskilning á hinum sanna og sögulega raunveruleika opinberun- ar Guðs. ,,Það er ekkert það orð til í Biblíunni, sem ekki er bundið einhverju efnislegu, einhverju ytra formi", segir Lúther. Vegna þessa, leggur Lúther svo mikla áherzlu á líkamlega nœr- veru Krists í sakramentinu. Kristur i sakramentinu er þetta áþreifanlega hér á jörðu. Andstœðingar hans bentu þá á, að það sé andstœtt dýrð Guðs, að birtast í holdi í brauðinu. En gegn því bendir Lúther á, að þannig hafi það einnig verið í holdtekju Krists í upphafi, en hún hafi samt orðið, meira að segja endað á krossi. En þá vaknar spurningin:,, Er Kristur raunverulega í brauðinu og víninu a altarinu? Situr hann ekki við hœga hönd Guðs?" Þessu svarar Lúther með kenningu sinni um Kristsfrœðin. Reynd- ar fullmótaðist sú kenning ekki fyrr en í sambandi við kvöldmáltíðina. Hann segir Guð vera a11s staðar nálcegan. Hœgri hönd Guðs er þv! alls staðar. En maðurinn getur ekki höndlað ncer- veru Guðs alls staðar. Guð er nálceg- ur, en spurningin er hvort maðurinn tekur við honum. Lúther segir því, að í sakramentinu gefi Kristur til kynna, að hann sé. „Þetta er minn líkami- Þar getum við gengið að honum. Raunveruleg nálœgð Krists og gjöf kvöldmáltíðarinnar. Líkamleg nœrvera Krists ! brauði og vlni sakramentisins, þ. e. raunveruleg nálœgð verður, þegar söfnuðurinn neytir kvöldmáltíðarinnar. Þau orð, sem eru ákvarðandi ! þessu samban 1 382
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.