Kirkjuritið - 01.12.1974, Blaðsíða 88
að þið munuð afsaka hœfileikaskort
okkar ó að gera betur.
Sá tími( sem mótið er haldið, mó
teljast bœði heppilegur og óheppileg-
ur vegna hótíðahaldanna í tilefni
1 100 óra afmœlis íslandsbyggðar. Við
vonum, að dvöl ykkar hér geti orðið
viðburðaríkari en ella hefði orðið
— en vegna þess að mjög margir
ferðamenn koma hingað einmitt af
þessu tilefni, þó hefur verið miklum
vandkvœðum bundið t. d. að hýsa
gestina.
En við vonum einlœglega, að þið
verðið allar ónœgðar - eða - að þið
gerið erfiðleikana ónœgjulega, og við
vonum, að samveran hér ó íslandi
gefi okkur öllum Ijúfar og góðar minn-
ingar.
Ég vil svo fœra frú Maj-Britt Imn-
ander, forstjóra Norrœna hússins,
þakkir fyrir einstakan velvilja og
hjólpsemi í okkar garð. og ég vil líka
þakka öllum öðrum, sem hafa hjólpað
til, að þetta mót er orðið veruleiki.
Prestkvennamót og prestkvennafé-
lag — þegar maður nefnir þetta tvennt,
þó eru margir, sem h'vó, og þegarorð-
in eru endurtekin, þó mœtir manni
ýmist svipur undrunar eða umburðar-
lyndis. Þetta er ef til vill eðlilegf hjó
þeim, sem ekki þekkja fil starfs prests-
ins og prestskonunnar bœði nú og þó
einkum fyrr ó tímum.
Ég er sjólf kennari og undrandi yrði
ég, ef eiginmaður minn og eiginmenn
annarra kennslukvenna stofnuðu fé-
lag — og hvaða markmið myndi só
félagsskapur hafa? Myndi hann berj-
asf fyrir launahœkkunum til handa
kennurum? Betri starfsskilyrðum fyrir
þó? Betri aðhlynningu að nemendun-
um? Hver veit?
Nú veit ég ekki nókvœmlega um
markmiðin í hinum norrœnu presf-
kvennafélögunum, en sennilega eru
þau eitthvað tilsvarandi okkar, en hér
er það orðað svo, að markmiðið sé að
auka kynni og samstarf að kristin-
dóms- og menningarmólum, og hér
eins og í öðrum andlegum störfum er
kannske erfitt að benda ó órangur,
en mér finnst vinótfa og samhyggÞ
ómetanleg, og það ólít ég, að félag
okkar hafi ótt þótt í að auka.
Okkar tíð spyr sífellt um sýnilegan
órangur, hún spyr, hvað ertu, í merk-
ingunni, hvaða stöðu hefur þú? Hve
mikla peninga? Hvernig er húsið, bíll-
inn, fötin? Og þegar órangur sést ekki
lengur, þá ert þú einskis virði — En
eigum við ekki um leið og við notum
hcefileika okkar til góðs fyrir náung-
ann, og okkur sjálf, heldur að reyna
að muna, að í þessum líkama, sem
okkur er fenginn að láni, hýsum við
og náungi okkar ódauðlega sál, sem
er óendanlega mikils virði. Mót okkar
hefur að einkunnarorðum: ísland 1
1100 ár og Droftinn, þú hefur verið
oss athvarf frá kyni til kyns. (Davíðs-
sálmur 90,1). — Á erfiðum tímum höf-
um við íslendingar sannfœrst um,
orð Biblíunnar eru sönn. Við skula111
vona, að við gleymum ekki þeim sann-
indum í velferðarríki nútímans.
374