Kirkjuritið - 01.12.1974, Blaðsíða 72
verður maðurinn það, sem Kalvin kall-
aði „perpetua fabrica idolarum"
(skurðgoðaverksmiðja.) Paul Tillich
hefur meiri trú ó sköpunargófu manns-
ins, en gerir sér samt grein fyrir þess-
ari yfirvofandi hœttu, að hann hefur
tilhneigingu til þess að búa til skurð-
goð. Þess vegna verður maðurinn að
feta sífellt í fótspor Lúthers ogi„brjóta"
tóknin, eða hreinsa þau svo að þau
verði „gagnsœ" og gegnum þau sjó-
ist. Þetta orðar Hallgrímur ó þennan
hótt: „Gegnum Jesú helgast hjarta/
í himininn upp ég líta má."
Guðfrceðingur, sem gœtir þess að
vera í jafnvœgi í tímanum, þ. e. a. s.
trúfastur í hefðinni og trúfastur í
samtímanum og jafnframt í jafnvœgi
! heiminum þ. e. trúfastur þeim
heimi, sem Guð hefur falið honum
að starfa í og um leið trúfastur þeim
heimi, sem hann er „af en ekki í",
— sá guðfrœðingur er vel varinn gegn
þeirri hœttu, sem œvinlega er fyrir
hendi: að gera táknið, hvort sem það
er mynd eða játning( að skurðgoði.
Þessi hœtta táknanna á einnig við um
„veraldleg" tákn.
Orð eru líka tákn, „faðir" táknar
nálœgð og kœrleika Guðs, „drottinn"
táknar mikilleik hans og fjarlœgð.
Aftur á móti kvarta kvenréttindakonur
meðal guðfrœðinga yfir því að krist-
in trú sé fátœk að kvenlegum tákn-
um fyrir Guð. Hvers vegna er Guð
ekki táknaður sem „móðir", t. d.
„móðir lífsins" (Sjá bókina „The
Church and the Second Sex" eftir Dr.
Mary Daley). Kristur er mikilvœgasta
tákn kristinnar trúar (Jesús er hins
vegar mannsnafn), tákn hans eru
mörg, þau merkustu eru krossfesting-
in, tákn þjáningar og hins fórnandi
kœrleika, sem afneitar öllu í eigin
þágu til þess að deyja inn í líf með-
bróðurins — og „upprisa" sigur þess
lífs sem Guð hefur yfir öflum dauð-
ans, vonleysisins og eyðingarinnar.
Bœði sakramentin( skírn og altaris-
ganga, fela í sér þessi tákn.
Hinn ágœti danski prestur, sem við-
hafði þessi áður tilvitnuðu orð um
hákirkjulegheit Kirchliche Samlung,
bauð mér að aka með sér til Ný-
borgar á Fjóni. Þegar þangað kom
bauð hann mér gistingu, sem ég þáði
með þökkum. Heimili hans var kristið
heimili af gamla píetiska skólanum-
Lesið var úr Biblíunni og beðið saman
í stofunni um kvöldið fyrir svefninn.
Um morguninn las húsbóndinn kafla
úr morgunhugleiðingabók fyrir fjöl'
skylduna og slðan voru sungnir sálm-
ar og beðið. Helgisiðir daglegrar guð-
rcekni. í einhverju formi verða þeir að
vera, spurningin er hvort þessi hefð-
bundna guðrœkni hentar í nútíman-
um. Hvað sem því líður, þá er heimil-
isguðrœkni áreiðanlega það, sem
íslenzkt kirkjulíf skortir. Eina af sin-
um þekktustu sögum endar hinn
þekkti, bandaríski rithöfundur, J°hn
Updike, á þessa leið: „Það, sem þetta
þjóðfélag vantar er serimoníur".
er ekki í vafa um réttmœti þessara
orða. Menningin er full af táknum 1
formi mynda, tónlistar og athafna,
hin kirkjulegu og kristnu tákn verða
sífellt minna áberandi. Ástœðan er s°,
að kirkjan vill vera skynsamleg, hlið'
ar sér hjá að viðurkenna út í Yztu
œsar, að það eru serimoníurnar, hin°r
táknrœnu athafnir, sögurnar, dasrm
sögurnar, helgisagnirnar, hin myn
358