Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1974, Blaðsíða 57

Kirkjuritið - 01.12.1974, Blaðsíða 57
mceldri þökk við þá báða. Kirk|an hafði frumkvœði um skólahald i land- inu og um aldirnar mátfu mörg prestsetrin kallast frœða og mennta- stofnanir og höfuðstaðir hvert í sínu héraði. Á tímum þjóðlegrar endur- reisnar síðustu alda hafa margir helstu forystumenn landsmanna verið sjálfir kirkjunnar menn eða í nánum tengslum við þá. Kristin lífsviðhorf og siðfrœði móta hér flestar þœr reglur mannlegra samskipta, sem til heilla horfa, bœði þœr, sem beint eru í lög hestar og aðrar, sem ólögbundnar eru, en hœfa þykja í heiðvirðum skiptum manna í milli. Þetta er svo runnið þjóðinni í merg og bein, að því er eigi veitt sú athygli sem skyldi. ís- lendingar eru auðugir af sögum, en eiga fátt sýnilegra sögulegra mann- virkja og minja. Því veldur fátœkt Þióðarinnar fyrr á öldum og skortur a varanlegu efni til mannvirkjagerðar. ^ögustaðir eru hinsvegar margir og í lifandi tengslum við þjóðarsöguna. hlálega hver sveit hér á landi á sinn hirkjustað, þar sem kirkja hefir staðið °slitið allt frá fyrstu tímum kristninnar 1 land inu. Það merkasta við kirkju- ^aðina er þó, að þeir eru ekki ein- 9°ngu sögustaðir liðinnar sögu, held- Ur einnig lifandi starfs, Hér í Gaul- verjabœ hefur án efa verið reist kirkja snemma í sögu kristninnar e. t. v. þeg- ar á fyrstu öld hennar fyrir 900 árum °9 án efa hefur hún alla tíð staðið nakvœmlega á sama staðnum. Hing- °Ó hafa því komið til helgihalds nœr kynslóðir. Hér á þessum stað var 1 ncer 500 ár flutt messugjörð hinnar rornversk-kaþólsku kirkju og þá hljóm- °ði hér latínusöngur hennar. Síðan hefir nú um meira en 400 ár verið hér messugjörð mótmœlenda. Hér mátti heyra í tvœr aldir flutning grall- arasöngs og nú síðustu mannsaldrana þann kirkjusöng, sem okkur er kunn- ari, og enn er starfið lifandi og f mót- un. Fyrir mánuði voru gestir okkar við messugjörð, ungt fólk úr kristilegum samtökum, er flutti boðskap sinn í tali, söng og tónum, með nokkuð framandi hœtti. En allir, sem hingað hafa komið fyrr og síðar í langri röð kynslóða og við breytilegt ytra form, hafa átt eitt og sama erindið, að koma hér til guðþjónustu. Auðugt er hvert það samfélag, er á slíka staði sem kirkjustaðina, sem eru í senn helgi- staðir og sögustaðir fortíðar, nútíðar og framtíðar. Á þessu mikla minning- arári hefir þjóðin haldið hátíðlega 300 ára ártíð séra Hallgríms Péturs- sonar, þess manns, er nákomnastur mun þjóðinni allra þeirra, er hér hafa lifað í 11 alda sögu hennar. Það er við hœfi á þessari þjóðhátíðarsamkomu að beðið sé fyrir landi og lýð með orðum þessa merkasta andlega leið- toga okkar. Því vil ég segja með séra Hallgrími: Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt út breiði um landið hér, til heiðurs þér, helst mun það blessun valda, meðan þín náð lœtur vort láð lýði og byggðum halda. (Erindi flutt á þjóðhátiðar- og aðventukvöldi í Gaulverjarbæjarkirkiu, 1. des. 1974 af Helga Ivarssyni, bónda á Hólum, meðhjálpara kirkj- unnar). 343
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.