Kirkjuritið - 01.12.1974, Blaðsíða 78
aði jörðina vel, endurbœtti og stœkk-
aði íbúðarhúsið og öll útihús; hlöður
og peningshús voru reist að nýju.
Ég kynntist honum fyrst ó héraðs-
fundum, en kynni okkar urðu fyrst ná-
in eftir að ég varð sóknarprestur í
Ólafsvík, vorið 1923. Hann var mjög
góður nágrannaprestur.
Ég sagði stundum við hann bœði í
gamni og alvöru, að auk kristinnar
trúar hefði hann aðra trú. „Það var
trú á moldarmátt."
Hann varð foringi bœndanna í sveit
sinni: Eyrarsveit. Frá stofnun Kaupfé-
lags Stykkishólms árið 1920 sat hann
í stjórn þess félags. Þannig var hann,
strax á fyrsta ári eftir að hann kom
í héraðið kosinn i stjórn þess félags,
sem bœndurnir í héraðinu stofnuðu.
Varð hann því strax forvígismaður
bœndanna í sveit sinni.
Þegar hinn kunni og mœti prófast-
ur okkar Snœfellinga, síra Árni Þór-
arinsson, fékk lausn frá prests- og
prófastsstörfum árið 1934 var síra
Jósef kjörinn prófastur með atkvœð-
um allra presta prófastsdœmisins, að-
eins að eigin atkvœði undanskildu.
Hann var skipaður prófastur 8. mai
1934.
Sagt hefur verið að hvergi á land-
inu mundi vera jafngott samstarf
presta i einu prófastsdœmi, sem í
Snœfellsnessprófastsdœmi. Og þetta
góða samstarf var fyrst og fremst
sjálfum prófastinum að þakka.
Sem prestur og prófastur var síra
Jósef fyrirmyndar embœttismaður.
Skyldurœkni var honum í blóð borin.
Ég hugsa að fáir prestar hafi vandað
rœður sinar jafnvel og hann, enda
lagði hann í þœr mikla vinnu. Hann
las mikið og eignaðist allgott bóka-
safn. Hann var íslenzkumaður og mál-
vöndunarmaður. Allar hans rœður
voru á kjarngóðri íslenzku og flutn-
ing.ur þeirra góður. Ég heyrði hann
flytja margar rœður. Ein rœða hans
verður mér þó minnisstœðust. Textinn
var skattpeningurinn í Matt: 22, 15—
22. Þessar setningar úr þeirri rœðu
man ég. ,,Ég horfi á peninginn, 1
hendi hans, hann var ekki hans eign.
Hann átti engan pening. En ég horfi
á annað í hendi hans, ég sé nagla-
far." Og rœðunni lauk með kraftmik-
illi predikun um friðþœgingarfórn
frelsarans.
Eins og hann sjálfur vildi vinnci
allt vel eins vildi hann hvetja aðra
til að vinna vel. Hann œtlaðist til
þess, að vér prestar í prófastsdœrm
hans skiluðum öllum skýrslum til hans
á réttum tíma. Enda fékk hann þann
vitnisburð hjá dr. Jóni Helgasyni bisk-
upi að síra Jósef vœri með fremstu
próföstum landsins. Dr. Jón Helga-
son biskup var kennari hans á með-
an hann var í guðfrœðideildinni, °9
mun hann þá ekki hafa talið hann dug-
legan nemanda,en af heilsufarsástœð-
um gat hann ekki lagt mikið að ser
þá, og það hamlaði námsárangri. Þvi
sagði biskup við hann, er hann var
orðinn vel metinn prófastur: ,,Ég hef
engan mann þekkt, sem farið hefar
jafnlangt fram úr áœtlun og þú-
Síra Jósef fékk lausn frá prests-
og prófastsstörfum árið 1954. Hafði
hann þá verið prestur í 39 ár °9
prófastur í 20 ár. Þá flutti hann rne
fjölskyldu sinni til Reykjavikur- Átt'
364