Kirkjuritið - 01.12.1974, Blaðsíða 48
eigum við dýrmœta eign, þar sem eru
ailir skólarnir. Mér finnst þeir svo
margir, að varla verði tölu á þá kom-
ið og þó vantar skóla í stórum stíl.
Nú er líka allri œsku landsins þrýst
inn í skóla, hvort sem menn hafa
námsgetu eða námshœfileika eða
ekki. Ég legg ekki dóm á þetta fyrir-
komulag, en prófkerfið bendirtil þess,
að meira sé lagt upp úr bóklegri
frœðslu en mannrœkt.
Og svo kemur hinn nýi Skálholts-
skóli innan tíðar. Að sjálfsögðu mun
hann veita nemendum sínum almenna
frœðslu. Þess þarfnast nútímamaður-
inn. En það er aðeins annar þáttur-
inn. Hinn snýr að manninum sjálfum.
Hvernig hann eigi að lifa og starfa
í samfélaginu. Það þarf að eyða ó-
jafnaðarhneigð, efla tillitsemi og sam-
búðar hœfileika, sáttfýsi, réttsýni,
mannkœrleika, mannúð.
Ég sagði áðan, að hinn gamli Skál-
holtsskóli hefði verið viti, sem lýsti
yfir landið. Það skal vera ósk mín og
bœn, að slíkur verði hinn nýi Skál-
holtsskóli, að honum takist að tendra
Ijós mannkœrleikans í hjörtum nem-
enda sinna.
Einar Benediktsson er ekki í vafa
um, hvernig fer, af hjartað er ekki
með í orði og verki:
,,Sjálft hugvitið, þekking, hjaðnar sem
blekking
sé hjartað ei með, sem undir slœr."
Og Göethe, hið mikla skáld og
hugsuður, er heldur ekki í vafa um,
hvað er bezt. Hann segir:
,,Hjartað, hjartað, það er hið bezta."
Með þessum orðum meistarans lýk
ég máli mínu, en vil þó að lokum
hafa yfir eitt vers, bœn fyrir föður-
landinu. Versið er ekki í sálmabók
vorri, sýnist mér þó, að það œtti þar
vel heima. Það var Steingrímur Thor-
steinsson, eitt vitrasta skáld 19. ald-
arinnar, sem gaf íslenzku þjóðinni
þessa bœn í Ijóðsins formi:
Yfir voru cettarlandi
aldafaðir skildi hald.
Veit því heillir, ver það grandi
virztu að leiða ráð þess allt.
Ástargeislum úthell björtum
yfir lands vors hœð og dal
Ljós þitt glœð í lýðsins hjörtum,
Ijós, sem aldrei slokkna skal.
334