Kirkjuritið - 01.12.1977, Page 58

Kirkjuritið - 01.12.1977, Page 58
annara hjálpar- og heilbrigðisstofnana næmi það ósmáum upphæðum. Ég gæti rökstutt þessa fullyrðingu mína, en meðan ég hefi ekki í höndum ná- kvæmari upplýsingar en ég hefi nú, þá læt ég það vera, enda eru þær töl- ur, sem ég hefi reiknað út nú, að ég held, alltof lágar. Samkvæmt lögum skulu skilnaðar- mál koma til kasta presta og er vitað mál, að mörg skilnaðarmál fara ekki lengra. Um það eru hins vegar ekki til neinar beinar tölur, hve mörgum skilnuðum prestar afstýra. Þá er ekki heldur vitað nákvæmlega um hve marg- ir það eru árlega, sem vegna fyrir- greiðslu og sálgæslu presta sleppa við að fara á hæli eða lenda í vand- ræðum. Mér virðist að hér sé unnið starf, sem engin leið er að meta hvorki er varðar sparnað fyrir ríkissjóð né til heilla almenningi. En það er um þetta eins og margt annað: ég get ekki þent á þetta starf með tilvitnun í þeinharðar tölur eða skýrslur. Ég hefði viljað fá langtum meira að vita um þetta efni, enda tel ég það hluta af þjónustu þeirri sem kirkjan veitir: stofnunin þjóðkirkja tekur þetta að sér, hvetur starfsmenn sína til að sinna þessu, og reiknar það, sem part af launuðu starfi þeirra. Prestar koma líka, fremur en aðrar stéttir embættismanna úr hópi allra stétta, og þeir eru líka að hærri hundr- aðshluta en aðrir embættismenn utan af landi. Prestastéttin sem slík er því fjölbreytileg að uppruna. Þetta gerir starfsmenn kirkjunnar, prestana, vel hæfa til þess að þjóna fólki vítt og breitt um landsbyggðina. Ég tel að það væri til eflingar sálgæzlu- starfi presta, að fyrir lægju góðar upP' lýsingar frá þeirra hendi um þennan þátt starfsins. Slíkt sýndi í senn hvað kirkjan gerir fyrir meðlimi sína og einS hvaða einstök vandamál það einkunn eru sem prestar fá að glíma við í þesS' um þætti starfs síns. Nákvæmar upplýsingar um þessi efn1 eru mjög mikils virði fyrir allar athuð' anir á andlegu ásigkomulagi lands manna. Þó verður að hafa í huga, a hér er um feikilega viðkvæm mál a_ ræða, og varlegt er, að ganga ekki of langt í að birta slíkar skýrslur oP,n berlega, enda verður að fara með a slíkt sem trúnaðarmál. Til umhugsunar í staS niðurstöðu Þegar ég féllst á að ræða um eJs^ StaSa kirkjunnar í islensku þi^ hafði ég í huga, að athuga ýmsa Þ86 starfsemi og þjónuis fór að athug* að kirkjulegrar kirkjunnar. Þegar ég viðfangsefnið kom brátt í Ijós, hafði reist mér hurðarás um öxl, til vega á þeim tíma, sem ég eetlað' verksins. Þessi úttekt er því með 0 ^ um hætti en ætlað var í upphafl’ 0*U til vill segir þetta meira um b ^ kirkjunnar í þjóðfélaginu en hi3 annað. Hún er sem sagt langtum ari og margþættari en leikmenn 0 sér grein fyrir í fljótu bragði. Hins vegar er auðvelt að Qera,^rjf, ari grein fyrir starfi hennar oQ a n um ef menn ætla sér til þess no pán' tíma. Ég held, að það væri vet1 verkefni að athuga þessa stofnun ^ ar en gert hefur verið til Þessa'^[) jafnframt að reyna að átta sig a s einstaklinganna gagnvart þessau 296

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.