Kirkjuritið - 01.12.1977, Side 60
Orðabelgur
Leikir og lærðir
Nokkuð er nú um liðið, frá því síðast
var lagt orð í belg. Þá var „Álit starfs-
háttanefndar þjóðkirkjunnar" til um-
ræðu og biskupamálið. Nú skal víkja
fáeinum orðum að öðru máli, sem
ofarlega er á baugi í Álitinu. Þar er
mjög auðsæ viðleitnin til þess að
auka hlut leikmanna í hefðbundnu
og skipulegu starfi þjóðkirkjunnar,
svo og ábyrgð þeirra.
Hér er mikil þörf rækilegrar yfir-
vegunar og umræðu. Stöku sinnum
heyrast raddir um, að hér á landi sé
þjóðkirkjan einungis prestakirkja,
hún sé ekkert nema prestarnir. Þær
eru réttmætar um of, en koma gjarna
úr hörðustu átt, en ekki frá þeim, sem
gerst mega vita og skilja. Þar er því
hætta á ferðum. Reginmisskilnings
gætir þar gjarna og hreinnar van-
þekkingar. Dæmi slíks eru mörg og
auðfundin:
Fyrir nokkrum árum átti hópur
unglinga orðastað við prest um trúar-
atriði. Þegar Ijóst varð, að skoðanir
skiptust milli prestsins og sumra úr
hópnum, spurði sá, er helzt hafði orð
fyrir flokknum, af nokkurri heift og
fyrirlitningu, hvað kæmi til þess, að
prestar teldu sig eina hafa alla þekk-
ingu og allt vald um trúna og kenn
inguna.
Áþekk viðhorf til presta og kenr1
ingarinnar skjóta öðru hvoru up,
kollinum í dagblöðum, ekki sízt .{j
skrifum blaðamanna. Þess 9
mjög í umræðum vegna samþy^.g
prestastefnunnar í Skálholti
1975. Sömu viðhorf ráða og atst°iai
fjölda manna, meira að segja pr.efla-
að því, er virðist, til prestskosnin9
298