Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 14
218
JÖRÐ
ættmanna sinna eða þess opinbera. En flestum mönnurn og
konum er það þó Ijóst, að vinna skal fyrir æskuna og framtíð-
ina. Framtíðin, það er hin stóra hugsjón, eins og allsherjar sanr-
nefnari fyrir áhugamál allra, sem lifa, hugsa og starfa.
Vísindin eru að liugsa um framtíðina. Þau vilja, að kom-
andi kynslóðir lmi við betri hag en vér, sjái lengra, lifi þægi-
legra lífi. Þau vilja opna þeirri kynslóð, sem kemur, heim
nýrra möguleika og gera hana hæfari og sterkari í baráttunni
við allt það, er eitrar og spillir lífinu á Jörðu. Vísindin telja
fáar fórnir of dýrar fyrir framtíðina, ef þær geta stuðlað að því
að leiða í Ijós ný sannindi, sem gætu orðið mannkyninu heilla-
rík. Það er eftirtektarvert, hvernig þessi ósk, að vinna að heill
komandi kynslóða, getur lrirzt nteð fögrum hætti hjá þeini,
sem engin skilyrði hafa eða líkur til þess að njóta góðs af því,
sem fórn þeirra kann að láta öðrurn í té til góðs.
Nýlega las ég um og sá myndir af mönnum, sem dæmdir
höfðu verið til ævilangrar fangelsisvistar, en gefið höfðu sig
fram af fúsum og írjálsum vilja til þess að láta dæla í sig og
smita sig með lífshættulegum sýklum, til þess að unnt yrði að
rannsaka sjúkdóminn vísindalega á öllum stigum lians.
Er ekki fórnarlundin, löngun-
in til þess að leggja eitthvað í
sölurnar fyrir þá, sem koma eiga
síðar fram á sjónarsvið lífsins eitt
skýrasta og fegursta táknið um,
að draumur mannanna um betri
og fegurri heim, fái að rætast?
Ríkisstjórnir, Alþingi, stjórn-
málaflokkar, félagssamtök og alls
konar stofnanir eru að hugsa um
æskuna og vinna lyrir liana.
Kirkjan, skólarnir, íþróttafélög
og ýmis uppeldisfélög gera sér
far um að hafa áhrif á hana til
þroska og göfgi, bæði líkamlega
og andlega. Líklega ætti að fé-
lag ekki mikla framtíð fyrir sér,
Dr. Sigurgeir Sigurðsson, biskup
yfir íslandi, fæddist A Eyrar-
bakka 3. Agúst 1890. Foreldrar
hans voru hjónin Sigurður Ei-
röksson, hinn kunni „Reglu-
boði,“ og Svanhildur Sigurðar-
dóttir. Vígðist til fsafjarðar 7.
okt. 1917. Prófastur í Norður-
ísafjarðarprófastsdæmi 1927.
Biskup 1. jan. 1939. Formaður
Prestafélags Vestfjarða frA
stofnun til 1939. í skólanefnd
og barnaverndarnefnd vestra.
Utanfarir 1928 og 1937—38, auk
merkra ferða til Ameríku og
Danmerkur sem biskup. Utg.
Kirkjublaðisins.