Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 121
JORÐ
325
Þjóðsagnasafn þetta er enn meira að vöxtum en Þjóðsögur
Jóns Arnasonar, frænda Ólafs, rúmar 1300 bls., oggengur þeirn
næst að gildi. Ólafur Davíðsson var, sem kunnugt er, líklega
mesti fræðimaður um Jajóðleg efni, sem uppi hefur verið á ís-
landi, og er Jrað ekki vonum fyrr, að minningu hans hefur
verið sýnd sú viðurkenning, en alþjóð sú nærgætni, að gefa út
í einu fagi allt þjóðsagnasafn hans. Utgáfa sú, sem hér liggur
nú loks fyrir, er líka hlutverki sínu fyllilega samboðin. Hefur
ekkert verið til sparað að gera hana glæsilega úr garði, né vanda
undirbúninginn til prentunar. En Ólafur dó á miðjum aldri,
áður en hann fengi raðað hinu geysilega efni, flokkað Jrað, gefið
flokkunum nafn o. s. frv. Hefur útg. lagt jafnt frarn fé sem
eigin vinnu og persónulega aliið, til að allt yrði hinu ntikla
verki Olafs samboðið. Kápa, aukatitilsíða og saurblöð eru
prýdd myndum eftir Tryggva Magnússon (saurblaðamyndirnar
með daufum lit), en Guðmundur Frímann hefur teiknað
myndastafi í upphaf iivers sagnaflokks, og eru Jreir stærri og
litaðir í upphafi hvers bindis, en bindin eru þrjú, og mynda-
stafirnir alls rúmlega hundrað. Prentun er prýðileg, og pappír
hinn ágætasti í bundnu eintökunum, en í hinum heftu er hann
þykkari en skyldi, rniðað \ið blaðafjölda hvers bindis. Þor-
steinn hefur sjállur annazt flokkunina og gert Jiað af einstakri
natni og nákvæmni, enda er liann e. t. v. fróðasti maður um
Jrjóðsögur, sem nokkurn tíma hefur lifað á Jressu landi, og skýr-
leiksmaður mikill, sem alkunna er. Sumir flokkanna munu
ekki vera til í öðrum söfnum, lyrir utan Jrað, sem undirflokk-
unin er hér miklu nákvæmari en áður hefur gerzt. Er hér sægur
góðra sagna, og snilldarverk innan um. Skennntilega ævintýra-
námu hefur Ólafur fundið, þar sem er „samvinnufélagið“ Þór-
ey Jónsdóttir og Ragnheiður Blöndal. Hefur Þórey sennilega
verið sögumaðurinn — segjum roskin vinnukona! —, en ungfrú
Blöndal söguritarinn.
Aftast í síðasta bindinu er nafnaskrá og hluta- og hugmynda-
registur. Og loks prýðileg ritgerð um Olaf Davíðsson eftir
Steindór Steindórsson frá Hlöðum og mynd af Ólafi. Bókin
endar á eftirntála eftir útgefandann.