Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 17
JORÐ
221
En nú hefur þetta allt breytzt. Uppeldið er í raun og veru
að miklu leyti komið úr höndum þeirra, sem áður liöfðu af
því veg og vanda. Aðstaðan í lífsbaráttu þjóðarinnar er önnur
en hún var fyrir 50 árum. Nýjar kenningar um uppeldi hafa
rutt sér til rúms. í stað föður og móður, ömmu, afa og jafnvel
systkina, sem leiðbeindu þeim, sem yngri voru, er koniin fram
í landi voru mjög fjölmenn kennarastétt, sem tekið liefur að
sér hið mikla hlutverk, að fræða hina ungu og kenna þeim að
þekkja þann veg, sem þeir eiga að ganga.
Hinar breyttu aðstæður í lífsbaráttu þjóðarinnar hlutu að
leiða til þessa. Eins og nú háttar til er hvorki tírni né tækifæri
fyrir heimilisföðurinn eða húsmóðurina að liafa kennslustörf-
in með höndum. Kröfurnar um það, sem börnin eiga að læra,
Iiafa líka vaxið svo mikið, að til þess þarf í raun og veru nokkra
sérþekkingu að veita þá fræðslu, sem heimtuð er og gert ráð
fyrir í lögum. Kennarastéttin er orðin fjölmenn stétt og fjöl-
mörg skólahús hafa verið reist í landi voru, sem til skamms
tíma, að segja má, var liarla fátæk í þeim efnum. En þrátt fyrir
það eru fræðslu- og uppeldismálin enn hið sama vandamál.
Allir finna, að þótt ef til vill séum vér nú komin út á leið, sem
einhverntíma í framtíðinni leiðir að réttu marki, þá er þess-
um málum í mörgu áfátt og að mjög margt fer í handaskolum
í fræðslu- og uppeldismálum þjóðar vorrar. Margir eru h'ka
óánægðir. Foreldrar bera víðsvegar þungar áhyggjur vegna
barna sinna, sem þau sjá mótast á allt annan veg en þau hefðu
talið æskilegt og vera einkennilega fákunnandi um marga hluti,
sem heyra til almennra sanninda, er hvert mannsbarn, sem á
legg er komið, átti að vita. Kennarar og uppeldisfræðingar eru
heldur ekki ánægðir. Þeir líta margir svo á, að árangurinn af
miklu erfiði sé lítill og finnst ýmislegt skorta á, að hið mikla
starf og fé, sem í landi voru er varið til fræðslu- og uppeldis-
málanna, komið að fulluin notum. Það heyrist oft, að foreldrar
kenna skólunum um það, sem aflaga fer, og liins vegar skól-
arnir heimilunum. Heimili og skóli þarf að vera í náinni sam-
vinnu. Það kemur öllum sarnan um. F.n hvernig sú samvinna
á að vera, það er erfiðara. í sjálfu sér er það ekki óeðlilegt, þótt
margt fari öðruvísi en ætlað var, þegar jafnstór breyting verður