Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 93
JÖRÐ
297
hraðfleygu en smáu rakettuflugvélum, sem þegar liafa verið
byggðar, verður ábyggilega hagnýtt til liins ýtrasta.
Undarlegt er það, hve rakettusprengjurnar komu seint fram
í styrjöldinni og hve þær virtust korna ýmsum á óvart. Þannig
mætti kannski til gamans geta þess, að 1928 sendi ég brezka
hermálaráðuneytinu uppdrætti að rakettusprengju með fjar-
stýringu og fékk þá bréf til baka, þar sem mér var sagt, að til-
raunir liefðu verið gerðar með slíkar sprengjur í Bretlandi
1924. Líklega hafa þær tilraunir ekki gefist fullkomlega vel,
fyrst Bretar komu ekki fram með þess háttar sprengjur í styrj-
öldinni. Að öllum líkindum verður rakettusprengjan eitthvert
hættulegasta vopn framtíðarinnar og þótt heimurinn óski eftir
friði og þótt aldrei skaði, að vona hið bezta, þá virðist það
skynsamlegt að gera ráð fyrir hinu versta. Og ættu íslendingar
að hafa það í huga, er þeir ráðgera mjög stórkostlegar raforku-
stöðvar og mannvirki. Við þurfum ekki annað að hugleiða,
hvernig farið hefði, ef Sogsvirkjunin og-Elliðaárvirkjunin væru
úr sögunni og Hitaveitan óstarfhæf en harðindavetur, og hvergi
nein varastöð eða varavélar fyrir hendi. Samtenging fleiri orku-
vera eykur stórkostlega á öryggið.
Þá er rétt að minnast á eina nýjustu flugvélategundina, sem
nefnist Heliocopter eða Autogiro á útlendu máli, en mætti ef
til vill nefna vængil á íslenzku. Flugvél þessi er mjög ólík öðr-
um flugvélategundum. Vængir hennar eru um leið skrúfa
flugvélarinnar og snúast um lóðréttan öxul og lyfta flugvél-
inni nær því þráðbeint upp frá jörðinni.
Flugvélar af þessari gerð geta því lyft sér upp og setzt á mjög
takmarkað svæði.
Þegar hafa verið smíðaðar ýmsar gerðir af þessum flugvél-
um og er sífellt verið að gera tilraunir og endurbætur á þeim
í Bandaríkjunum. Það síðasta, sem ég las um slíkar flugvélar
var, að Kayser bjóst við að hefja srníði þeirra í stórum stíl.
Eitt vandasamasta úrlausnarelnið í sambandi við smíði þess-
ara flugvéla er, hvernig gera skuli stjórn þeirra sem einfaldasta
og öruggasta, þannig að flugvélin fari sízt út úr jafnvægi og
hrapi. En menn virðast kornnir á góðan rekspöl með þetta.
A íslandi má búast við, að Heliocopter flugvélar eigi eftir