Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 43
Björn O. Björnsson:
Vísindum og trú ber saman
um alþjóðastjórnmál og kjarnorku
TÍMINN, seni vér lifum á, er svo stór og örlögþrunginn, að
fullyrða má alveg afdráttarlaust, að þvílíkur tími hafi
aldrei áður upp yfir mannkynið runnið. Og þarf varla að rök-
styðja þá staðhæfingu. Hitt er annað mál, að úr því að yfir-
standandi og komandi tími er svona einstæður að mikilvægi,
þá liggur beint við, og er enda alveg knýjandi, að reyna að gera
sér afdráttarlaust grein fyrir, hversu langt þetta mikilvægi nær,
eftir því sem séð verður. Það er eitt hið sjálfsagðasta viðfangs-
efni nútímainanns að reyna að glöggva sig á tímanum sent er,
og tímanum, sem er að koma, — knýjandi fyrir hinn menntaða,
kristna mann, að beina hiklaust ljósi trúar sinnar og almennrar
menntunar að hinum stóru, tvíræðu viðhorfum.
STYRJÖLDINNI er lokið — styrjöld, sent aldrei helur átt
sér sambærilegan líka. Það voru haldnar þakkarguðsþjón-
ustur um allan lieim, er yfirlýst hafði verið lyktum hennar.
Allar þjóðir fögnuðu. Og flestar el' ekki allar þjóðir fögnuðu
jafnframt því, að sá aðilinn
sigraði, er það gerði. Hefði
hinn aðilinn sigrað, mundi,
frá flestra sjónarmiði, liafa
verið þvergirt fyrir frelsi og
framför í því, sem til friðar
heyrir. Nú var þó von, —
frá almennu sjónarmiði
skoðað.
Það var því mikil gleði
í heiminum, er ófriðarlok-
um var yfirlýst. Ógurlegum
eyðileggingum og harm-
Erindi þetta var boðið Ríkisút-
varpinu, ett því var ckki sinnt
lteldur sagt, að útvarpsráð teldi
na-gilega ntikið rætt um kjarn-
orkumál i bili. JÖRÐ álítur nú
samt, að sú hlið ntálsins, sem allt
— bókstaflega allt — veltur á, ltafi
þó ekki enn verið rædd í Ríkisút-
varpinn. — JÖRÐ biður góðfúsan
lesanda að afsaka, að framarlega í
erindi þessu eru smákaflar, sem
einnig voru í greininni „Friður á
Jörð“ í síðasta hefti.
1