Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 26
230
JÖRÐ
blindur, að hækka útvarpið. Fór ég frarn úr, því að ég var því
vanur og þá fann ég, að ég var venju frernur með mikinn storm
í höfðinu. Gekk ég fram fyrir rúmið mitt, hækka útvarpið, sit
svo á „vaskinum", sem þar er, á meðan þessi orð eru sögð, að
Frelsarinn sé alltaf að lækna og geri það enn í dag. I>á leit ég til
himins og bað Föður, Son og Heilagan anda að líta til mín í
Drottins Jesú Krists blessaða náðarnafni. Þessi orð hafði ég yf-
ir um leið og ég leit til himins. Þá finn ég allt í einu að storrn-
urinn í höfði mér fer að linast. — Þegar þar að kemur, að guðs-
þjónustan líður á enda, syng ég undir með útvarpinu síðasta
sálminn: „Víst ertu, Jesú, kóngur klár“, og held ég að lækning-
in hafi gerzt (íullkomnast) meðan verið var að syngja og ég
sjálfur söng með. Sálmurinn var ekki á enda, þegar kallað var
í kaffi, en ég fór ekki fyrr en hann var búinn. En þegar ég
stend upp og legg af stað, finn ég, að ég þarf ekki að taka í rúm-
ið til stuðnings eins og vant er, og finn engar þrautir, og rétt á
eftir geng ég hækjulaus og staflaus upp um alla stiga í húsinu,
þrautalaust, og hendur mínar voru heilar og fingur allir réttir,
en þeir höfðu árum sarnan verið krepptir. Ennfremur var sárið
á líkama mínum, sem hafði verið svo þrálátt, algróið og er á
því fallegur holdslitur. En þessu tók ég fyrst eftir tveim eða
þrern dögurn seinna. Tilfinningarnar, sem ríkastar eru í sálu
minni,“ segir Gísli, „eru fögnuður og þakklæti til Guðs. Mér
finnst ég helzt alltaf þurfa að vera að syngja sálma og lofa
Guð.“
ATHUGASEMD RITSTJ.
JÖRi) þykir hlýða að flytja framanskráða lýsingu biskupsins, dr. Sigurgeirs
Sigurðssonar, á atburði, senr vakti að vonum mikið urntal, cr fregnin um hann
barst út, á nýliðnu hausti. Er frásögnin hér lekin eftir Kirkjublaðinu, en, til
styttingar, felldar niður hugleiðingar höf. þar. JÖRÐ telur ástæðu til að stuðla
að því, að þjóðin veiti umræddum atburði eflirtekt meira en rétt í svip og vill
taka það fram, að hún væntir þess, að þvílíkt verði hvað af hverju engin fádæmi.