Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 63
JÖRÐ
267
eru einkum Frakkland og Niðurlöndin nátengd Bretum vegna
hernaðarlegrar aðstöðu sinnar — á sama hátt og Bretlandseyjar
eru tengdar Bandaríkjunum. í framkvæmdinni eru brezku og
amerísku varnasvæðin svo lík hvort öðru og náskyld, að þau
mynda eina engilsaxneska heild.
Þessar staðreyndir munu líklega haí'a í för með sér hin erf-
iðustu vandamál, sem við þurfum að glíma við í utanríkismál-
um okkar á næstu tíu árum. Það er t. d. frá hernaðarlegu sjón-
armiði engin ástæða til þess fyrir okkur að fara í stríð til að
varna þt í, að Rúsland iái hinn langþráða aðgang að sjó við
Persaflóa. Aftur á móti mundu Bretar veita hina liörðustu
mótspyrnu hverju slíku skrefi, sem Soviet-Rússland kynni að
stíga. Og ef England lenti í deilum út af Persíu — eða Make-
dóníu, Trieste eða öðrum svipuðum landssvæðum — gæti það
leitt til styrjaldar, sem mundi stofna sjálfum Bretlandseyjum í
hættu. Þá yrðum við að skerast í leikinn, hversu tregir sem við
værum til þess — ekki til þess að bjarga brezka heimsveldinu,
ekki einu sirini af vináttu í garð Breta, lieldur blátt áfram til
þess að gæta öryggis sjálfra okkar.
Af jaessu leiðir, að Bandaríkin munu neyðast til þess í frani-
tíðinni að eiga hlutdeild í myndun brezkrar utanríkisstefnu.
Meðan málum er þannig háttað, að vörn Bretlandseyja hlýtur
endanlega að hvíla á okkur, jrá verðum við óhjákvæmilega að
liafa eitthvað af þ\í valdi, sem samfara er slíkri ábyrgð. Fáum
við það ekki, getur svo farið, að við verðum gegn vilja okkar
dregnir út í styrjöld, sem skollið hefur á út af deilum, sem
skipta Bandaríkin litlu eða engu máli.
Þetta þýðir jrað, að við verðum að ákt eða fyrirfram nákvæm-
lega, hversu langt við getum gengið í stuðningi okkar við Breta
— og skýra síðan brezku stjórninni greinilega frá þeirri ákvörð-
un. Erum við t. d. reiðubúnir, í eigin hagsmunaskyni, að leggja
út í styrjöld til að halda uppi brezkum yfirráðum í Abadan?
Á Tylftareyjum? í Grikklandi? Eða í Erakklandi?
í sumum tilfellunum er svarið tvímælalaust neikvætt. í öðr-
um höfum við ekki ennþá tekið ákveðna afstöðu til málsins.
Walter Lippmann hefur t. d. haldið }dví fram, að það væri ó-
þolandi fyrir hinn vestræna heim, að Rússar færðu út veldi