Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 136
Stefán Jónsson:
Sveitakarl á sumarvertíð
(Þrjú atvik)
I.
r
AYNGRI árum reri ég tvö sumur á Austfjörðum, Eskifirði
og Reyðarfirði, og var þá einu sinni rétt farinn í sjóinn
— og datt mér þá í hug gamla orðtækið: „Því er hlíft, sem Guð
hlífir;"
VIÐ vorum sarnan þrír á færeyskum bát, sexrónum, og rer-
um út frá Stekkatanga, sem svo er nefndur, skammt fyrir
utan Karlsskála. Hver okkar reri tveim árum, — nema þegar
vindur var, þá sigldum við, því að tvö segl voru á bátnum, rá-
segl og merssegl, lítið. Formaður okkar var ungur maður, vask-
legur og gætinn og ágætur stjórnari. Það var um miðsumars-
leytið, að þetta vildi til, sem ég ætla nú að segja frá.
Það var dag nokkurn sem oftar, að við rerum snemma morg-
uns út á vanaleg fiskimið — svona tveggja stunda róður í logni
og góðum sjó — og þegar þangað kom, lögðurn við tvö bjóð af
beittri smáöngla-línu og þótti það löng lína í þá daga. Margir
aðrir bátar voru á sjó á þessum slóðum, bæði frá Færeyjum,
er héldu þar úti, og af Austfjörðum.
Eftir hæfilegan tíma, að dómi formanns okkar, fórum við
að draga línuna, og voru þá flestir aðrir bátar farnir að draga
línur sínar, því farið var að vinda á suðvestan og mikill straum-
ur í sjó. En þegar við fórum að draga línuna, reyndist hún föst
í hrauni og náðum við með naumindum þriðjungnum af
henni, með því að víkja bátnum í allar áttir, án þess að slíta.
Ég dró línuna, en formaður minn tók fiskinn af önglunum
jafnótt og inn kom, en mikið fór þó í sjóinn, eins og æfinlega,
þegar línur liggja á hrauni. Loks var nú ekki lengur unnt að
losa neitt meira af línunni, svo að formaður segir við mig, að
ekki tjóni annað en að slíta hana, og dreg ég þá að mér, þar
til er hún hrökk í sundur á borðstokknum — og eru þá flestir