Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 36
240
JÖRÐ
jafnaldrarnir þrír, allir á fjórtánda ári, Bjössi smali, Jonni á
Jaðri og Mangi í Garði. Það var bezta og blíðasta veður, hæg-
lætiskaldi, sólskin og hiti, og við hefðum víst engir fengið að
vera iðjulausir, ef ekki hefði verið sunnudagur, — ja, við Bjössi
höfðum ekki einu sinni legið í leti allan fyrri hluta dagsins.
Við voru búnir að ganga að lambfé, höfðum farið til þeirra
starfa klukkan sjö um morguninn.
Við lágum allir á gi'asræmunni, er grænltryddi harðtroðið
Idaðið þeim megin, sem vissi mót suðri, og útieldlnisið og
hrútakofinn skýldi okkur fyrir hafgolunni. Við vorum allir að
tyggja gras, allir með samankipruð augu — allir gagnteknir af
notalegu makræði, og lengi vel sögðum við ekki eitt einasta
orð. Loks stundi Bjössi:
— Úff — það vildi ég, að ég þyrfti aldrei að lneyfa mig!
Jonni:
— Mig rninnir, að það leggi heldur myndarlegan skafl hérna
fram með veggnum, svona þegar vetrar!
— Asni!
— Og ekki, þó að sá gamli kærni? spurði Mangi.
Bjössi reis skyndilega upp við olnboga:
— Ja, nú hlýtur hann einmitt að koma, karlinn, og nú er
bara skratti langt síðan maður hefur nokkuð getað atazt í
honum!
— Kannski þú farir þá og leysir snúrufjandannl sagði Jonni.
Bjössi leit til mín, og brá fyrir ertniglampa í augunum:
— He-eyrðu, Doddi! Þú ættir nú einu sinni að gera það,
bara einu sinni — gaman að vita, livernig hann tæki því!
Ég virti hann ekki einu sinni svars.
— O, liann yrði band-syngjandi — alveg jafnt, þó að það
væri Doddi! Þetta var meining Jonna.
— Yrði, liugsa ég, helmingi verri! sagði Mangi. — Honum
fyndist það þá koma úr hörðustu átt, — svo er nú víst mikil
hjá þeim vináttan!
— Við skulum bara segja honum, að Doddi liafi gert það,
þessi ágæti vinur hans — ha, hæ! sagði Bjössi.
— Það þýðir ekki! sagði ég.
— Hvað meinarðu? Það var Bjössi, sent spurði.