Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 99
JORÐ
303
að erfðum eftir föður sinn bújörð góða, rnikið lausafé — og
æfintýraþyrst hjarta.
Hjörvarður var manna gjörfulegastur, hár og fríður og fag-
ureygur, með ljósgult hár, er féll niður á herðar. Hann giftist
ungur, að frændaráði, fagurri mey og unnust þau vel, en áttu
ekki afkvæmi. Ekki festi liann yndi í heimahögum og ákvað
því að búa ferð sína vestur um haf. Skyldi kona hans fylgja
lionum. En þeirri fyrirætlun breyttu þau á síðustu stundu og
urðu ásátt um, að hann fyndi þeim bústað áður, en sækti hana
síðan, að þrem árum liðnum.
Hjörvarður lagði af stað á björtum vordegi. Hafði hann
knörr góðan, með tuttugu manna áhöfn, og var að öllu leyti
vel búinn til fararinnar. — Kona hans fylgdi honum til skips.
Var hún döpur mjög. Hann reyndi að hughreysta hana og tal-
aði til hennar glöðum orðum, því hann hugði gott til að kom-
ast burtu af Grænlandi: „Þú skalt ekki æðrast, því ég mun aft-
ur koma, þegar ég hef fundið okkur heimkynni í Vínlandinu
góða. Og sit nú heil hér á meðan!“
En hún lagði hendur um háls honum, mynntist við hann og
mælti: „Orlög ráða ferð og afturkomu, — en svo segir mér hug-
ur um, að við munum ekki sjást framar.“ Grét hún mikið áður
þau skildu.
Hjörvarður fékk góðan byr.en hafvillur nokkrar. Sigldi hann
átján daga og nítján nætur áður land sæist. Var þá loft orðið
milt og sólarhiti mikill. Kom skipið að skógi vaxinni strönd
og sigldi meðfram henni tvö dægur. Sást þá mannabyggð á
landi og lagði Hjörvarður þar að.
Vopnaðir menn gengu til strandar; voru þar Grænlendingar
og tóku þeir Hjörvarði og mönnum lians forkunnarvel. Var
þarna byggðarlag grænlenzkra landnema; mátti hver fá það
land, er hann sjálfur kaus, og annar átti ekki fyrir, enda af
nógu að taka. Gnægð var veiðiskapar í vötnum og skógtim;
leið öllu fólki vel og þurfti lítið fyrir lífinu að hafa.
Við innborna menn höfðu Grænlendingar vinsamleg skipti;
var það fólk rauðleitt á hörund og átti ekki fasta bústaði, en
reikaði um skógana og lifði á dýraveiðum. Tveir piltar græn-
lenzkir höfðu dvalið hjá því og lært að tala tungu þess. Þeir