Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 84
288
JÖRÐ
eru „aumastar allra“ í heimilinu, þangað til þeim heppnast að
giftast inn í aðra fjölskyldu. Yngri bræður verða að hlýðnast
hinum eldri. Sams konar sjónarmið ríkja í allri þjóðfélagsbygg-
ingunni, — yfirboðarinn telst á þenna liátt „faðir“ undirmanna
sinna. í hernum er það eins. Keisarinn er, með þessum hætti,
nokkurs konar ,,alfaðir“.
Eftir því sem Japani eldist meir, því þolanlegar líður hon-
um. Sextugur hefur Japaninn óskertan rétt til að draga sig í hlé
frá föður- eða móðurskyldum sínum. Hefur þá óskertan rétt til
uppeldis, rétt til sérherbergis og heiðurssætis við öll hátíðleg
tækifæri með fjölskyldunni. Sagt er það altítt, að þessi velsæld
stígi gamla fólkinu nokkuð til höfuðs og séu stundum allmikil
ærsl á gömlu konunum!
Þegar Japani er dáinn, og hefur safnast til feðra sinna, er
nafn hans sett á Shintó-skrínið, sem er í einu horni beztu stof-
unnar. Frammi fyrir því biðja allir fjölskyldumeðlimir trúlega
bænir sínar. Til að tryggja sér tignendur, er algengt, að ætt-
leiða fullorðna sem börn úr öðrum fjölskyldum.
Efst, í mannfélagsstiganum er auðvitað keisarafjölskyldan;
þá aðallinn ásamt zaíbatsú, en þaðan er alllangt spor niður trl
miðstéttarinnar, sem er geysifjölmenn. Meira háttar menn úr
þeim fjölda hafa uppáhald á því að leika golf og þjóta um í eig-
in bílum. Úr lægri miðstétt kemur þorrinn af læknum, tann-
læknum, dómurunum og öðrum lögfræðingum, kennurunum.
Iðnverkamenn liafa allgóðar líkur til að komast upp í miðstétt.
Það sent heldur japanska þjóðfélaginu svo vel saman, er um-
fram annað hin harðsnúnu tök, sem ríkisstjórnin hefur á skóla-
kerfinu. Hvergi annars staðar í Asíu er önnur eins regla á
skólamálunum, né jafnfáir ólæsir og í Japan. Sérhver Japani
verður að byrja skólagöngu sína 6 ára að aldri, og hefst með
för til Shintóskríns byggðarlagsins. Þar er prestur, sem flytur
fyrir honum ræðu um hreinleik hins japanska anda og um holl-
ustu við keisarann. í skólanum lærir hann svo þá 2000 stafi,
sem nauðsynlegt er að kunna til að geta lesið og skrifað jap-
cinsku; ennfremur frumatriði landfræði, sögu (Shintól), reikn-
ings og ögn í eðlisfræði og því líku. Auk þess er í skólanum
heilmikið af heræfingum, fimleikum, söng og siðfræði (Shin-