Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 81
JÖRÐ
285
væru milli Japan og einræðisríkja Norðurálfunnar. Japan hóf
1937 ófrið sinn á hendur Kína, án þess þó að ófriðarástandi
yrði yfirlýst, og breytti kínverska skattlandinu Mandsjúríu í
leppríkið Mandsjúkúó. Árið 1941 hóf Japan svo þátttöku í
seinni heimsstyrjöldinni með árásinni á Pearl Harbour.
KEISARINN í Japan er æðsta yfirvald svo í andlegum efn-
um sem í veraldlegum — eins og vænta má af ,,syni Sól-
gyðjunnar." Hann er „faðir“ japönsku þjóðarinnar og verður
hún við það goðborin líka, annars og æðra eðlis en aðrar þjóðir!
Keisarinn á með þjóðarinnar hjálp að „frelsa" heiminn, en það
gerir hann með því að leggja hann undir sig! (Og líklega, eftir
aðferðum Japana í Kína og Mandsjúríu að dæma, hafa sumir
áhrifamiklir flokkar hugsað sér „frelsunina" framkvæmda
þannig, að Japanar kænni smátt og smátt í stað annarra þjóða!)
I reyndinni er keisarinn þó að mestu á valdi ráðunauta
sinna, en þeir aftur að nokkru á valdi flokkadráttanna. „Ráðu-
nautarnir“ eru ekki eingöngu ráðuneytið, heldur auk Jress
hirðembættismenn, leyndarráðsmenn, háttsettir hershöfðingj-
ar, öldungar úr hópi stjórnmálamanna og loks risar framleiðslu
og viðskiptalífs.
Ut frá keisaranum greinast þrír stofnar ríkisvaldsins: hið
andlega, hið Jrjóðfélagslega og hið liernaðarlega. 1 broddi hinn-
ar þjóðfélagslegu stjórnar er ráðuneytið, sem tilnefnt er af ráð-
andi flokki líðandi stundar, án Jress að þingið eigi þar að jafn-
aði verulegan lilut að máli. Ráðuneytisfundir eru leynilegir
og haldnir í félagi við leyndarráðið. Meðlimir hins síðarnefnda
eru valdir æfilangt af keisaranum sjálfum. Þing er í tveimur
deildum og er efti deild skipuð ættgengum aðli, en kosið til
hinnar neðri. Vald þingsins er rnjög takmarkað.
Ein af aðalástæðunum til valds hershöfðingjanna í Japan er
sú, að Jreir hafa beinan aðgang að keisaranum, en Jrurfa ekki
milligöngu Jrjóðfélagslegra embættismanna. Yfirhershöfðing-
inn hefur leyfi til að segja keisaranum álit sitt á Jrjóðfélagsleg-
um efnum og sérstaka aðstöðu í ráðuneytinu.
Japanar eru mjög frábitnir einstaklingshyggju, miða allt við
samfélagsheill, og ber í því sambandi mjög á alls konar félags-