Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 108
312
JÖRÐ
mína húsfreyjunni í Jökulfirði og þau orð, að ekki hafi það
verið ætlun mín að svíkja liana í tryggðum. En örlög ráða ferð
og afturkomu, og þau gerðu mig að konungi þessa lands. Ekki
má«ég sköpum renna, fremur en aðrir, og eigi má ég nú bregð-
ast þjóð minni.“ Hann þagði andartak. Svo bætti hann við í
lágum hljóðum: ,,Og enda þótt ég væri engum skyldum bund-
inn, mundi ég aldrei yfirgefa Ílamít mína, því hún elskar mig
lieitar en húsfreyjan í Jökulfirði. Ást hennar er fegursta æfin-
t)TÍð í lífi mínu!“
Að svo mæltu leiddi hann drottningu sína brosandi að há-
sætinu og kyssti hana þar fyrir allra augum. Lustu þá ílam-
búar upp fagnaðarópi og tóku aftur gleði sína. Var nú aukin
veizlan og stóð í sjö daga samfleytt. Því næst voru Grænlend-
ingar leystir út með dýrlegum gjöfum og létu í haf.
En Hjörvarður konungur var elskaður og virtur af þegnum
sínum til dauðadags og kenndi ekki óyndis framar.
[Hin vcl gcrða mynd framan við sögu þessa verður að skoðast sem „dekora-
tion“ en ekki „illustration" (sbr. athugasemdina á bls. 232.)]
Correggio.
A fyrstu áratugum 16. aldarinnar lifðu og störfuðu á llaliu einhverjir mestu
málarar, sem uppi hafa verið. Fremstir þeirra vorti Rafael, Michelangelo, Leon-
ardo da Vinci, Titian, Giorgione, Tintoretto — og Correggio. Þrír hinir fyrst
ncfndu ólust upp á vegum listmenningar Flórensborgar og eru taldir til „flór-
entínska skólans", þrír hinir næstu lærðu og lifðu í Feneyjum og eru taldir til
„Feneyjaskólans". Correggio var bara hann sjálfur, og enginn reyndi lil að vera
Correggio. Lengi starfaði hann í smábæ, án samgangna við höfuðstöðvar hinnar
ítölsku renaissance-menningar. En svo var hann fenginn til að skreyla með kalk-
veggjamálningu hvolf og veggi dómkirkjunnar í l’arma, höfuðborg smáríkis á
Norður-ítalfu, og gerði hann það með þeint afburðum, að einna næst gengur
sambærilegum stórvirkjum Michelangelós og Rafaels. Málaði hann þyrpingar
og kerfi af uppheimsverum í hvelfinguna með þeini hætti, að svo þótti, sem
þaklaust væri húsið og sæi í himnana opna. — Correggio málaði svo að segja
jöfnum höndum Maríu mey, með ýmsu helgu föruneyti, og grískar goðsagna-
meyjar, og auðkennir meyjar hans allar frábær yndisþokki, léttur og fjörlegur.
(Sbr. m. a. JÖRÐ I, 4., bls. 309 og 361).