Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 75
JORÐ
279
ræka frá öllum kennarastöðum, jafnvel við barnaskóla í sínu
eigin landi, af því að þeir hneigðu sig ekki djúpt í hvert sinn
er hollenzkur eftirlitsmaður lét sjá sig. Og ég sá sæg barna, með
andlitin torkennileg af eymd, leigð sem vinnudýr af aðfram-
komnum foreldrum.
Það er því ekki torskilið mál. að hvíti maðurinn hefur síð-
ustu árin ekki aðeins orðið að berjast við Japana, heldur og
orðið að verja líf sitt fyrir Malajum — alls staðar utan Filipps-
eyja.
Það kviknaði vonarneisti í hjarta Malajans við Atlantzhafs-
yfirlýsinguna, — en svo kom það í ljós, að hún var aðeins fyrir
hvítar þjóðir. Þegar Churchill mælti: „Ég hef ekki gerzt for-
sætisráðherra hans hátignar til þess að taka þátt í skiptafundi
yfir ríki hans,“ fékk japanski áróðurinn sinn bezta byr í seglin.
Hins vegar er það nokkuð athyglisvert, að Malajar utan Fil-
ippseyja eiga sér ekkert orð yfir demókratí — þeir láta sér nægja
að kalla það „ameríku“! Með því eiga þeir við almennt frelsi
og gagnkvæma virðingu og kurteisi hvítra manna og brúnna.
Það er reynslan frá Filippseyjum, er þessari nafngift veldur. Sú
reynsla er líka ólygnust urn notagildi þeirra aðferða, sem ný-
lenduveldin í Norðurálfunni telja óframkvæmanlegar. Sömu
aðiljar telja Malaja-bandalag vonlaust fyrirtæki og nefna til
eftirfarandi ástæður:
ISÖGUNNI séu engin fordæmi fyrir slíku meðal Malaja.
Tungur þeirra séu margar, þó af sama stofni séu. Trúar-
brögð þeirra séu líka sundurleit. Aður en nýlenduveldin frið-
uðu lönd þeirra, hafi þau legið í innbyrðis ófriði. Þá sé þess að
geta, að þeir þjóðarlilutar, sem lúta innbornum höfðingjum, séu
enn meir útsognir en hinir, er hafa verið undir erlendri stjórn.
Stundum hafi skattar verið þar innheimtir allt upp í 20 ár fyr-
ir tímann og liafi svo gengið til þess fyrst og fremst að halda
uppi fáránlegri eyðslu smáhöfðingja. Þar séu hvorki dómstólar
né lögregla, er haldi hlífiskildi yfir rétti alþýðumannsins. I
þriðja lagi séu þessar frumstæðu jrjóðir alls ekki til jiess búnar
að taka að sér flókna fjölbreytni rekstursins á nútímaþjóðfé-
lagi, inn á við og út á við.