Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 50
254
JORÐ
eða tímabil hins meira og minna siðaða manns, litlu lengri
orðin en svo sem einn dagur á móti 1000 árum, í samanburði
við sum hin fyrri tímabil.
Lífssögutímabil og jarðsögutímabil er eitt og liið sama og
auðkennist enn fremur af stórbreytingum á jarðskorpu og
veðráttufari. Mismunur mannkynssögutímabila innbyrðis er
liverfandi smár í samanburði við mismun lífsögutímabila. —
Skulu nú, í mjög stuttu máli, færð að því almenn rök, að í að-
sigi sé nýtt lífsögutímabil---eða engin framtíð ella.
Það má sem sé vera hverjum manni Ijóst, að sá kraftur, sem
er að verki í kjarnorkusprengjunni, er, þegar öll kurl koma
til grafar, ekki einungis nýtanlegur til tortímingarverka og
lmgsanlegur að geta orðið laus og gereytt sjálfri Jörðinni, lield-
ur einnig nýtanlegur í risavöxnum mæli til nytsemdarverka og
hugsanlegur að verða laus og hálfeyða Jörðinni — —■ e. t. v.
eins og nokkurs konar reginvorleysing, er ryður veginn fyrir
— Sumarið.
Sýnilegt er, að það afl, sem með hita sínum getur steikt allt
lifandi til dauðs í stórum hring utan um 11 ferkílómetra ger-
eyðingarsvæði, ætti ekki aðeins, með tíð og tíma, og e. t. v. fyrr
en varir, að geta hitað upp öll mannanna híbýli, heldur er hér
sennilega fundin leiðin til að gera of kalt loftslag nægilega og
mátulega hlýtt. Nú er það og alkunna, að orku hitans má alltaf,
með hæfilegum vélum, breyta í vinnuafl, enda sprengiaflið í
sjálfu sér afbrigði vinnuafls og að vísu oftast óþjált til annarrar
nýtingar. En þó er almennt talið víst, að kjarnorkan verði með
tímanum — e. t. v. í tíð núlifandi kynslóðar — að fullu nýtan-
leg til vinnu. Menn gera sér þær hugmyndir um kjarnorkuna,
að alliliða nýting Iiennar mundi hafa í för með sér allsnægtir
lianda öllum, með miklu styttri vinnutíma en liingað til hefur
tíðkazt. Þar með væri, öllum að óvörum, komin full lausn á
fátæktarvandamálinu og stéttadeilunum. Þessi óvænta en fyrir-
sjáanlega úrlausn hlýtur þó að bregðast, ef mennirnir liafa ekki
vit á að fara þegar af öllum kröftum að búa sig undir að taka á
móti lienni — fyrst og fremst með því að gefa sig þeim áhrifum
á vald, sem glæða hvers konar mannfélagslega hollustu. Met-
ingur og skefjalaust mat á eigin ltag er, andspænis kjarnorku-