Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 28
232
JÖRÐ
sem líkaminn þarfnast, látið liann hafa það allt sem allra full-
komnast, — og lesið og syngið yfir honum og með honum guðs-
orð á hverjum einasta degi, látið honum allt þetta í té umyrða-
laust, eftirtölulaust, já, verið jafnvel hlýleg við hann, svona
svipað og við hest eða kú, sem þið eigið að hirða og viljið sinna
af samvizkusemi — og sjáið svo til, hvort honum líður vel, hvort
hann verður vel ánægður. Ég segi, að hann verði pað ekki!
Hins vegar dettur mér ekki í hug að halda því fram, að liann
eigi ekki og þurfi ekki að liafa allt þetta, nei, nei. En hann
þarfnast bara ennþá rneira, ennþá fleira.... Og nú skal ég
segja ykkur sögu.
EGGERT gamli Þórðarson fluttist að Hömrum, þegar ég
var tíu ára gamall, því að þá réðst Dagbjartur, sonur hans,
vinnumaður til föður míns. Dagbjartur var mikill maður vexti
og sterkur, ólatur og húsbóndahollur, og hann var afbragðs-
maður til allra verka, sem ekki þurfti að beita við sérlega miklu
lagi. Hann hafði.víst venjulegt karlmannskaup, og þó mun
liann ekki hafa þurft að greiða neitt meðlag með föður sínum.
Gamli maðurinn prjónaði Franzmannavettlinga fyrir móður
mína, en ég hygg, að liann hafi fengið árlega í fötum upp undir
það jafnmikið og borgað hefði verið fyrir vettlingaprjónið.
Gamli maðurinn hafði orðið blindur fyrir alhnörgum árum,
og þegar konan hans dó, hættu þeir feðgar að hokra, því þó
að Bjartur hefði kannske getað fengið einhverja ráðskonu, þá
kærði hann sig ekki um að búa, eftir að gamla konan, móðir
lians, var látin. Hann réðst vinnumaður til bónda nokkurs í
Djúpafirði og hafði föður sinn með sér. Þarna voru .þeir svo
búnir að vera í tvö ár, þegar jreir fluttust til okkar.
Það voru ósköp að sjá gamla manninn, þegar hann kom,
og kom hann þó með allstórum vélbát, sem var að flytja salt til
bændanna þarna í Hamrafirðinum, og veðrið var mjög gott —
ekki að tala urn, að gamli maðurinn hefði verið sjóveikur,
enda sjónum vanur frá gamalli tíð. Hann var nábleikur í and-
liti, þar sem annars í það sást fyrir gráu skeggi; já, hann var
líkastur bliknuðu giasi á hörund — ekki bara andlitið svona,
heldur einnig hendurnar. Og hann var afar magur, skinhor-