Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 139
JÖRÐ
343
sé þá, að flyðra hangir neðan í. Hafði hún bitið um sporðinn
á þorskinum og kom með hausinn alveg upp úr sjónum, svo
að formaðurinn gat, með mesta snarræði, krækt gogginum í
liann, en ég setti annan öngul í llyðruna, og höfðum við nóg
með að halda henni báðir, svona bráðlifandi, þangað til við
náðurn í hn'íf og gátum stungið liana. Drógum liana svo inn
og var hún þrjár og hálf alin á lengd og vel feit, svo að for-
maður segir við mig á eftir: „l>að fór betur, að þú varst undir
færi, — þetta hefðum við ekki fengið annars!“ — Það fór líka
að hýrna yfir andófsmanninum, því hann var hlutamaður, en
ég ráðinn upp á mánaðarkaup. Svo fórum við að draga fisk
aftur, og dró ég alls 76 fiska, en formaður um 80, og þótti það
mikið, Jrví þá var frernur tregur fiskur. Héldum við svo í land
og höfðurn góðan seglvind og vorum hinir kátustu.
14 ára drengur:
Sveitarævintýri kaupstaðarstráksins
(Brot)
HIÐ EINA, sem Hjalti sagðist vera hræddur við, var naut
og mýs. Því var Jrað einu sinni, þegar hann var að heyja
uppi í brekkum og var að sæta, að hann sagðist varla ætla að
treysta sér að raka í brekkunum út af bannsettum hagamús-
unum. En hann halði varla lokið setningunni, Jregar fangið og
hrífan duttu niður á jörðina og handleggirnir héngu máttlaus-
ir, augun urðu starandi og kjálkinn hreylðist ótt og títt, en
ekkert orð kom. Það var eins og eitthvað stæði fast í kverkun-
um á honum. F.n allt í einu brast kökkurinn og hoiium tókst
stynja Jressu upp: „Það er vott! — það er mjúkt!-Jrað er
MÚS!“ Að s\o mæltu tók Hjalti á rás upp og ofan brekkuna
og kallaði í sífellu: „Kalli, Kalli! Taktu hana, taktu hana, —
ég get ekki stanzað.“ Kalli var elzti sonur Hjalta og átrúnaðar-