Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 45
249
JÖRÐ
annað borð i 111 með illu, þá er liætt við, að það sé þann veg
útilátið, að greitt sé illt með verra. Ætti að vera auðskilið, hvar
slíkt lendir — ekki sízt með þeim tækjum, sem nú er tekið að
vinna með. Það virðist einsýnt, að eigi heimurinn að fara hatn-
andi, hljóta einhverjir að verða til þess að launa illt með góðu.
Einhver verður að hætta, — slíta sundur liinn örlögilla endur-
gjaldsþráð. Það gerði Jesús. Það gera lærisveinar hans. Og þeir
— hinir lrógværu — munu eftir allt saman verða þeir, sem
„landið erfa“.
JA, — loftsútlitið er ískyggilegt, nærri því ltvert sem litið er,
þó að manndrápshríðinni sé af létt. Enginn veit, nema lrún
skelli á aftur — og þá nreð þeinr ódænrunr, að leita verði út
fyrir mannkynssöguna — li! goðsagna eins og Ragnaraka-spá-
sagnarinnar, til að finna nokkuð hliðstætt. Þrátt fyrir þetta —
þrátt fyrir allt vonar mannkynið á frið — og frelsi — og full-
komnun þeirra margháttuðu framfara, er því lrafa verið gefnar
á seinni tínrunr. l’að þráir þjóðl'élag, er geri öllum jafnt undir
lröfði, gefi öllum jöfn tækifæri, veiti öllum skilyrði til lieilsu-
sanrlegs og fjölskrúðugs menningarlífs, við margbreytt og
fullkomin tækniþægindi. Það þráir Ireinr, er sanrsettur sé af
slíkunr þjóðfélögunr einvörðungu, er starfi og skipti sanran í
eindrægni og undirhyggjulaust. Það gerir sér, einkunr á tækni-
sviðinu, svo lráar vonir, að það er því líkast, að þær lrverfi upp
á nrilli skýjanna út í hinrinblánrann.
ÞETTA mannkyn, senr samsett er, kærir lesendur, af oss
sjálfum og vorunr líkum, er undarlegt sambland af drög-
unr til alls liins ágætasta og leifum alls konar eiginda dýrarík-
isins, senr í öndverðu voru mannkyninu nauðsynlegar til að
bjargast af, en eru nú að nokkru úreltar og verður að nýta eins
og lrverja aðra ótamda orku, leggja í læðing og stjórna eftir
æðri sjónarmiðum — þeim, er nú orðið eiga ein við og verða
að fá völdin í sínar lrendur, — vilji nrannkynið unrfiýja þau
öriög að verða að — nátttrölli, — tortínrast af sjálfum geislunr
þeirrar æfintýralegu sólar, sem nú er í þann veginn að renna
nPP yfir Jörðina.