Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 89
Gísli Halldórsson:
Hvað af þessu
fáum við
innan 10 ára?
(Útvarpserindi, flutt í apríl 1945)
NÝ JAR hugmyndir eiga venjulega erfitt uppdráttar. Það eru
svo margir, sem eru á móti nýjum imgmyndum. Finnst
jretta gamla, eins og jrað er, skrambans nógu gott og óþarfi að
vera að breyta til.
Svo eru aftur aðrir, sem ekki hafa frið í sínum beinum fyrir
að hugsa og reyna nýja hluti, enda þótt sýnilegt sé, að sjálfir
geti Jreir aldrei hagnazt á j)\ í, nema síður sé.
Fyrir Jtessa rnenn er það á við laxveiðitúr að fara á hug-
myndaveiðar.
En ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. Og eins er
með hugmyndirnar, hversu góðar sem þær kunna að vera.
Þær koma að litlu gagni fyrr en búið er að matreiða Jrær og
bera Jjær á borð og koma þeim ofan í fólk. Og enginn maður
skyldi halda, að þetta sé auðhlaupið.
Þær hugmyndir eru ótaldar, sem aldrei hafa komizt lengra
lieldur en á teikniborðið eða í einkaleyfisumsóknarformið, en
aldrei út í sjálfan veruleikann. Og flestum, sem til þekkja,
mun koma saman um, að það sé mun auðveldara að láta sér
detta eitthvert snjallræði í hug, — lieldur en að koma því í
framkvæmd.
Sumir hinir snjöllustu menn, sem uppi liafa verið, hafa
barizt árum saman og jafnvel eytt mestallri ævi sinni í Jrað,
að koma fram nýjum hugmyndum eða nýjum vísindum — og
mistekizt það. Þeim mun frumlegri og stórkostlegri sem hug-
myndirnar voru, Jreim mun erfiðara reyndist venjulega að
koma jDeim á framfæri.