Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 85
JORÐ
289
tó). Töluvert er af framhaldsskólum í Japan, og er enska þar
meðal námsgreinanna. — Úrval japansks æskulýðs fer í ein-
hvern af hinum 45 háskólum landsins.
SHINTO þýðir „vegur guðanna“ og er ríkistrú Japans.
Búddliatrú, í japönsku afbrigði, er þó til rnuna vinsælli
með alþýðumanna. (Kristnir menn eru aðeins urn 350000).
Sliintó er nefnilega engin raunveruleg trúarbrögð, heldur að-
allega tilbúin á dögum viðreisnarinnar, upp úr rniðri síðustu
()ld, úr efniviði gamalla goðsagna, með það fyrir augum að
styðja keisarann til að styrkja ríkið. Síðan hefur sérhverjum
Japana verið innrætt, að „sólgyðjan" hafi verið amma fyrsta
Japanskeisara, og sé núverandi keisari afkomandi hans í bein-
an karllegg. Shintó var þannig til í fornöld, í frumstæðri
mynd, en eftir að Búddhatrú fluttist til Japans frá Kóreu, varð
sú trú hér um bil einráð fram til þess tíma, er að ofan greinir.
Nútíma-Shintó segir Japananum, hvernig liann megi ná tíman-
legri velgengni með óbrigðulli skyldurækni, — og fátt fram yfir
það. Hin japanska tegund Búddhatrúar lofar hins vegar öllu
góðu eftir þetta líf.
Úr öllu þessu hefur nú spunnist málamiðlun, sem sögð er
næsta japönsk: fólkið tók einfaldlega upp þann hátt að hafa sitt
skrínið handa hvorum trúarbrögðunum í (svo að segja) hverju
heimili. Shintó-skrínið er venjulega lítið, úr ómáluðum viði
(eins og íbúðin sjálf), en Búddha-skrínið er lakkað og skraut-
legt og með mynd af því goði Búddha-trúarinnar, sem það og
það heimili aðhyllist.
Þegar Meiji keisari sá, að ekki var viðlit að koma Búddha-
trúnni fyrir kattarnef í landinu, tók hann þann kotsinn, er
næstbeztur þótti, og lýsti yfir allsherjar trúarbragðafrelsi, árið
1889. Jafnframt skyldi þó hver japanskur þegn lögskyldur að
taka þátt í Shintó-tilbeiðslunni og læra „veg guðanna“ og ætt-
fræði keisarans í skólunum. Og er Shintó ekki kennd sem trú-
fræði heldur sem sagnfræði! Er þetta fyrirkomulag rnjög vin-
sælt og hangir, í flestum heimilum, mynd af keisarafjölskyld-
tmni í nánd við annað hvort skrínið.
19