Jörð - 01.12.1945, Blaðsíða 94
298
JÖRÐ
að koma að talsverður notum, bæði til þess að sækja sjúka
menn í afskekkt byggðarlög og flytja þá yfir fjöll og firnindi
á sjúkrahús. Ennfremur til póstflutninga og sem skemmtiferða-
tæki fyrir þá, sem efni liafa á. Einhverntíma verður það ef til
vill ekki meiri lúxus að eiga Heliocopter en það er nú, að
eiga góðan bíl. Þá verða byggðir flugvélaskúrar í stað — eða í
viðbót við bílskúra, og á góðviðriskvöldum og helgidögum
stígur heimilisfólkið upp í Heliocopterinn og svífur inn yfir
hálendið eða upp í eitthvert háfjallahótelið, Jaar sem hægt er
að fá sér hressingu eða bregða sér á skíði. Og þá má gera ráð
fyrir, að sá, sem svífur yfir landinu, geti staðið í talsambandi
og rabbað við kunningja sinn í gegnum landssímann, jafn-
framt því sent hann skygnist eftir gulum eða uppljómuðum
bletti skammt fyrir neðan sig, þar sem er benzínsala og Helio-
copter-þjónusta.
í þessari framtíðarflugvél verður pf til vill Radar miðunar-
stöð, eða e. t. v. áhald, sem kalla rnætti skyggni. — Nú gerir
allt í einu svarta þoku og flugmaðurinn sér ekki handaskil. Þá
beitir liann Radar-tækinu fyrir sig, eða þá að hann kveikir á
skygninum og sér þá í honum mynd af því, sem framundan er.
Því að skygnirinn sér í gegnum Jrokuna.
Slík tæki eru nú þegar notuð á ýmsum stórum flugvélum
bandamanna.
Ef flugmaðurinn skyldi villast, getur hann beðið um miðun
og fær Jxí strax að vita, hvar hann er staddur. Og er Jtá auðvelt
að rata til næsta lendingarstaðar.
ER ])á rétt að víkja nokkrum orðum að heimilinu og liús-
inu, eins og búast má við, að Jrað verði í framtíðinni.
íslendingar hafa löngum búið við lélegan húsakost enda þótt
mjög hafi breytst til batnaðar á síðasta mannsaldri.
Virðingarverðar tilraunir hafa verið gerðar til þess að koma
á skipulagningu í byggingarháttum og gatnagerð og fyrirkomu-
lagi bæja. Byggingarkostnaður hefur hins vegar vaxið stórkost-
lega og það er ekki á færi eins margra manna og æskilegt væri,
að byggja sér hús og búa vel að fjölskyldu sinni.
Að mínu áliti er íslenzk byggingarlist, eða réttara sagt hús-