Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 8
6
JÖRÐ
né ama, og vér getum tekið margvíslegum framförum í verk-
legum efnum og félagslegum fyrir því. Slíkt fer, að nokkru
leyti, ei'tir sjálfstæðisþörf vorri, viðkvæmni vorri í slíkri grein,
þjóðlegu lítillæti voru eða sjálfsvirðingu, hve sómakærir vér
erum í því efni. Og ekki væni ég Bandaríkin Jiess, að þau svipti
oss málfrelsi voru né mannlrelsi. En ekki tálmuðu Danir fram-
förum vorum svonefndum síðasta aldarfjórðunginn. Og til
hvers vildum vér verða lýðveldi og lá þar á, sem kunnugt er?
Og upp úr þokukal'i hulinnar framtíðar þykist ég sjá aðra hættu
fljúga fram og skaka breiða vængi: Sú liætta fylgir því, að er-
lendur her hafist hér við, dveljist langvistum í landinu. Á þá
hættu er nú undarlega sjaldan drepið, nema þá til þess að fara
lítilsvirðingarorðum um þá, er þykjast af skyggni sinni sjá
hana og hafa af henni ótta og áhyggju.
ÉR er engin launung á því, að ég á hér við þjóðernishœtt-
1V1 una. Á hernámsárunum var stUndum á það minnzt í blöð-
unum, að þjóðerni voru væri háski búinn af því, ef hið erlenda
herlið dveldist lengi hér á landi eftir ófriðarlok. í þeirri létt-
t'tðar- og gjálífisvím-u, sem þjóð \ or er nú að nokkru haldin,
liafa slíkar alvöru-lnigleiðingar að niestu gleymzt. Ef ekki dugir
til svokallaðs öryggis vors yfirlýsing hinna sterku Bandaríkja
\resturheims um, að Jieir telji Island áhrifasvæði sitt og áluiga-
svið, en þnáseta herliðs Jaeirra hér á landi sé óhjákvæmileg,
virðist lítið gagn í einni herdeild suður á landsenda. Þá er upp-
rásarhættan vofði yl ir Jijóð vorri á fyrstu styrjaldar- og hernáms-
árunum, höfðu hinir erlendu lierir, sem Jaér munið, bækistöðv-
ar víðsveaar um land. Og liver veit, hvenær sá háski skellur
aftur á? En hér verður fáfróður að tala varlega. En livað sem
Joví líður, situr liættan um oss, ef hér er herlið, þó að tiltölulega
fámennt sé. Þar sem saman eru komnir 10—20 íslendingar og
1—2 erlendir hermenn er ofboð hætt við, að jafnan verði mælt
á enska tungu. Gætið þess enn, að sí-fækkar í sveitum. Og ekki
er annað sýnna en sú fækkun haldi áfram. Efling sjávar-
útvegs, iðnaðar og kauptúna seiðir fólk t'ir sveit og döl-
um. Fólkið sækir í múginn og marginn, eins og íbúar
r
i