Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 28
26
JÖRÐ
andlit hennar varð alvarlegt, nærri dapurlegt, er hún bætti við:
„Já, við urðum að fara sparlega bæði með mat og föt, til þess
að lenda ekki á flæðiskeri." Svo sat hún og andvarpaði ofurlítið
og livíslaði annars hugar: . .flæðiskeri.“
Hún kenndi í brjósti um mig fyrir að liafa ekki verið við
messuna, en svo brá á ásjónuna gamla, spaka brosinu og hún
sagði: „En það er líka mikil blessun í því að ganga úti í hinni
miklu náttúru.“ Svo hló hún og dró mig út í lítinn, kyrkings-
legan garð: „Já, hérhá er nú stundum gaman á sumrin." Hún
benti á gamalt, kræklótt perutré: „Þetta gróðursetti liann.“ Og
svo andartaki seinna: „Það var svo gaman að sjá það vaxa.“ Ég
skal segja þér, Hanna, að jafnvel hver steinn í garðholu þessari
var minjagripur um eitt eða annað ævintýri. Og gamla konan
ýmist hló og ldakkaði eins og barn, sem breiðir úr dýrgripum
sínum, eða féll í djúpar hugsanir.
Nú sitjum við inni í stofukytrunni aftur. Þar eru tvö rúm.
Eg skyldi vita, að annað þeirra stæði mér ætíð opið. Ég varð
djúpt snortinn og þakkaði henni hlýtt.
Þegar afi gaf þau hjónin saman, hafði verið eittlivert ólag á
pappírunum, en þá varð brúðgumanum litið á brúðina og
sagði: „En okkur þykir nú svo vænt hvoru um annað.“ Þá hafði
afi brosað og sagt: „Nú, það er einmitt það, sem á mestu
ríður."
Hún var orðin hugsi, leit út um gluggann og sagði: „Nú eru
þeir gengnir — og þar með eru þeir gengnir." En jafnskjótt
birti aftur: „En Guði sé lof fyrir minningarnar."
Allt í einu lagði hún sarnan lófa og tók að biðja af öllum
innileika lijarta síns. Bað fyrir okkar elskuðu Danmörk, fyrir
dönsku sjómönnunum, bað fyrir ástvinum mínum og bað fyrir
mér. Þegar lnin var búin, horfði hún á mig með gömlu augun-
um sínum og sagði: „Þetta er nú ógn fátæklegt, en mig langaði
til að reyna að gera eitthvaðfyrir yður.“
Þegar ég fór, tók hún svo fast í hendina á mér, að ég varð
hissa. Ég hef sjaldan verið eins snortinn og ég var, er ég gekk á
stöðina eftir þessa heimsókn. . . . Égfann til þess, að hvert and-
artak á að lifa svo senr væri það í senn bæði hið fyrsta og hið
síðasta. . . .