Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 98
96
JÖRÐ
K/
eins verið til í síðustu 100 þús. árin eða rúmlega það. Allt þetta
má finna með rannsókn á steingerfingum. En lífið hér á Jörð-
inni er aðeins mjög lítill hluti þess, sem við þekkjum af heim-
inurn.
Sú spurning vaknar, hvort heimurinn, eins og við þekkjum
hann, hafi ávallt verið í aðalatriðum eins og hann er nú. Hvort
ávallt hafi verið til sólir og stjörnuhverfi og hver.fi stjörnu-
hverfa, eða jafnvel, hvort sólkerfi vort hafi ávallt verið til. Vís-
indin hafa einnig svar við þessari spurningu, að minnsta kosti
að nokkru leyti.
Vitað er, að sólirnar eru ekki óbreytanlegar. Þær geisla stöð-
ugt burt orku. Bendir allt til þess, að sólir eða stjörnur þær,
sem við þekkjum, hafi eitt sinn allar verið heitari og um leið
stærri en þær eru nú.
Jörðin hefur að öllum líkindum verið glóandi hnöttur áður
fyrr, og máski hefur Jörðin eitt sinn myndazt við það, að dropi
úr Sólinni hefur losnað og hin-
ar reikistjörnurnar myndazt á
sama hátt. Hinn kunni enski
stjörnufræðingur Jeans heldur
því fram, að slíkt geti ekki átt sér
stað, nema tvær sólir komi mjög
nærri hvor annarri. Myndist þá
svo miklar flóðbylgjur, að efni
losni úr sólunum. Þannig geta
myndast reikistjörnur.
En ef við lítum á stjörnukerfi
það, sem sólkerfi okkar er í, þá
eru sólirnar svo langt hver frá
annarri, að litlar líkur eru til
þess, að tvær sólir komi svo nærri
hvor annarri, að slík flóðbylgja
geti myndazt. Raunverulega er
hægt að sýna fram á það, að lík-
urnar eru svo litlar til þess að
Jretta gerist, að ef þessi skýring
væri rétt, er trúlegast, að okkar
Stcinþór Sigurðsson, mag.
scient., fæddist 11. jan. 1904
í Reykjavík, sonur Sigurðar
Jónssonar, barnaskólastjóra
í Reykjavík, og konu hans,
Önnu Magnúsdóttur, dbrm.
á Dysjum á Áftanesi, Bryn-
jólfssonar. Stúderaði stjarn-
fræði í Kaupmannahöfn, en
eðlis-, efna- og stærðfræði
sem aukagreinar. Kennari
við menntaskólann á Akur-
eyri, síðar við menntaskól-
ann í Reykjavík og háskól-
ann. Formaður Skíðaráðs
Reykjavíkur frá 1938. Staifs-
maður við landmælingar á
íslandi 1930—1938. Fram-
kvæmdastjóri rannsóknar-
nefndar um náttúru íslands.
— Grein þessi er erindi, sem
höf. flutti f Ríkisútvarpinu