Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 120
I. W. Wildering;
Ljón
(Úr sænska tímaritinu ALLT, 1. apríl 1946)
REYNDIR veiðimenn álíta ljónið hættulegast viður-
eignar allra veiðidýra og að ekkert eitt atriði — hvorki
þorsti né mannætur — eigi eins mikinn þátt og ljónin í því
að viðhalda hinum dulræða ugg, sem enn einkennir viðhorf
rnargra gagnvart meginlandinu myrka.“
Þetta eru nú umniæli duglegasta og víðfrægasta veiðigarps
þessarar aldar, Martins Johnsons.# En ég mundi samt vilja
leggja áherzluna öðruvísi. Því lengur sem ég kynnist ljóninu,
því betur sannfærist ég um, að „konungur dýranna“ er kon-
unglega innrættur. Hættulegur — jú, en það er sólarljósið líka,
nema varúðar sé gætt. Sært Ijón lieldur bardaganum áfram,
enda Jrótt búið sé að skjóta það gegnum hjartað, lungun og
aðalvöðvana. En þrátt fyrir þetta og það, að ljónið veiðir dýr
sér til matar, er það að öðru leyti kyrrlát skepna og óáleitin
\ ið menn. Síðustu árin fyrir styrjöld var það algengt, að ferða-
nienn egndu fyrir ljón til að ljósmynda þau. Þessir fimbul-
kettir voru sums staðar orðnir þessu svo vanir, að þeir komu
stökkvandi, hvenær sem bíll sýndi sig, og svo að segja átu úr
liendi manna.
Vanalegast er, að Ijón skipti sér ekki af því, þó að maður
komi nálægt því, er það hvílir sig að degi til. Aðeins hefur
það komið fyrir mig nokkrum sinnum, undir þeim kringum-
stæðum, að Jrað hefur risið upp og fjarlægt sig tígulega.
Og Ijón geta gert hina undarlegustu hluti, er minna á orð
eins og „riddaralegur" og „sportsmannlegur“. Hér er dæmi:
* Sbr. JÖRÐ II, 1.: frásöguna „Kona sækir mannætur heim“.