Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 153
JORÐ
151
enn á, eftir truflandi álirif styrjaldaráranna, þar með talin hin
skyndilega auðgun þjóðarinnar. Æskulýðurinn hefur eðlilega
orðið fyrir mestu raski og er haett við, þrátt fyrir rnargt í gagn-
stæða átt, að varanlegt og örlagaþrungið verði, nerna þjóðfé-
lagið sjálft, eða forusta þess, geri sér samfellt yfirlit um ástand,
œskulýðsmálanna og efni til rökfastra ráðstafana á þeim grund-
velli og geri sér ljóst, að á þessum vettvangi má sízt féð spara
og þó enn síður alúð og vandvirkni í ráðstöfun fjárins og
rekstri hvers konar opinberrar og félagslegrar starfsemi í æsku-
lýðsins þágu. Með œskulýðnum er framtið íslands fólgin.
IÞESSU sambandi verður sérstaklega að minnast á áfengis-
málin, enda eru þau að vonum rnjög að komast á dagskrá
með þjóðinni. Er misnotkun áfengis, einkum í höfuðstaðnum,
og ill áhrif þess á æskulýðinn sér í lagi orðin sómakærum og
þjóðhollum íslendingum sárasta skapraunar- og áhyggjuefni.
En mál, sem tekur persónulega til svo margra og er svo fjöl-
breytt í eðli sínu og viðkvæmt, má ekki afgreiða á grynnsta
vaði nreð venjulegum íslenzkum yfirboðsaðferðum, þar sem
enginn þykist geta verið þekktur fyrir annað en að taka sem
fyllstan munninn, þegar einn hefur tekið hann fullan; þar
sem allt er lagt upp úr stórorðum yfirlýsingum, ströngum lög-
um og reglugerðum, en síðan flest látið viðgangast — með
áframhaldandi stóryrðabaráttu nokkurra „vandlætara,“ er
stundum virðast leggja á það meiri áherzlu (að þjóðlegum
stjórnmálahætti) að „taka sig út,“ hver fyrir öðrum (eða hver
í samkeppni við annan?), en að konia því í framkvæmd, sem
framkvæmanlegt er.
Það er ekki framkvæmanlegt, í svo almennt persónulegum
og viðkvæmum málum, að láta t. d. 60% af þjóðinni taka ráðin
af 40%, hvað þá tæpasta einfaldan meiri hluta. Sé slíkt lagt
upp, er það gert af forsjárlausu kappi; hugsunarleysi leiðtoga,
er ekki hafa nennt að leggja rnálið raunverulega niður fyrir
sér, en vilja fá ódýr atkvæði; ábyrgðartilfinningaskorti for-
sprakka, er kæra sig kollótta um allt, nema að hafa allt alltaf
í háa lofti, til þess að geta gortað og gramsað í uppnáminu.
Sé slikt lagt upp, verður afleiðingin aðeins allsherjar upplausn,