Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 57
JÖRÐ
55
A andliti blinda mannsins sást engin hræring. Hugsanir
bans voru vandlega faldar fyrir hverjum og einum.
Og fólkið söng, og síðan fór presturinn eitthvað að þylja. . . .
Kveðjuorð, áður en lialdið yrði lengra. Hann talaði hratt, eins
°g hann byggist við að fólkið vildi flýta sér, áður en rigningin
skylli á.
En þá er allir bjuggust við því, að liann mundi segja amen,
l'nippti húsfreyja í hann, svo að lítið bar á og gaf honum bend-
ingu með höfuðhneigingu.
Þá var eins og presturinn minntist einhvers. Hann kinkaði
kolli og ræskti sig. Rödd lians, mjó og hvell, kvað við í stof-
unni:
— Og þá langaði mig til að minnast eins lítils atviks í sam-
handi við þennan sorglega atburð......lítils, en þó mikils at-
'iks, sem sýnir, að enn lifa á meðal vor hetjur, í þess orðs bezta
skiiningi. Þegar litli drengurinn, sem liggur nú hér liðið lík,
Var með einhverjum óskiljanlegum hætti dottinn í sjóinn, þá
er það, að gamall maður, blindur, sem situr uppi á kambi,
beyrir til hans. Hann heyrir óp hins drukknandi drengs, bregð-
Ur skjótt við og hrópar á hjálp. En þar sem hann heyrir ekki,
að neinn komi sér til aðstoðar, hleypur hann á hljóðið, ef ske
hynni, að hann geti bjargað drengnum. Hann hrópar aftur, en
enn kemur enginn, svo hann veður út í sjóinn. En þá verður
föður drengsins litið út um skemmudyrnar, og hann sér, hvar
Hlindi maðurinn veður út í sjóinn. Hann skilur ekki, hverju
þetta geti sætt, en hleypur af stað, til að ná gamla manninum
UPP úr sjónum. Honurn tekst það. En þegar hann er kominn
1Ueð hann upp í fjöru, þá sér hann, að hann má vart mæla, því
hann virðist hafa drukkið töluvert af sjó, og er auk þess mikið
Ulðri fyrir. Þó getur hann stunið upp: Barnið. . . . barnið. . . .!
há skilur faðirinn, hvers kyns er. . . . lítur út á sjóinn, og sér
htla barninu skjóta upp. En það var í þriðja sinn, og því auðn-
aðist aldrei að draga andann framar. En meðan faðirinn hljóp
úl að bjarga barninu, stóð blindi maðurinn upp og hljóp af
stað niður að sjónum. En sjónleysið verður honum að fóta-
kefli og hann dettur. Hann hafði reynt það, sem hann gat. . . .
°g nú gat hann ekki meir. . . .