Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 150
B. O. B.:
Um daginn og veginn
ISLENZKA þjóðin er nú að koma sér fyrir í sínu nýja sæti
meðal alsjálfstæðra þjóða og má segja, að það gangi yfirleitt
sæmilega, þó að í mörg horn sé að líta og ýmis járn í eldinum,
svo alls verði við að gæta, eigi ekki einhver þeirra að brenna.
ISLAND hefur nú sótt um upptöku í bandalag Sameinuðu
þjóðanna. Vill JÖRÐ ítreka ummæli sín frá í fyrra, og taka
þar með undir einróma samþykktir almennings í landinu að
því lútandi, að ekki megi kaupa þá aðstöðu pví gjaldi, að liér
verði hafðar herstöðvar erlendra rikja, og það engu fremur, þó
að í nafni Sameinuðu þjóðanna væri. Þvert á móti œtti þetta að
vera tœkifceri til að fá landið almennt viðurkennt friðheilagt.
Má í því sambandi benda á, að Sviss ráðgerir ekki þátttöku í
bandalaginu á öðrum grundvelli, Iivað sig snertir.
Allt tal um „öryggi“ í heimi, sem vígbýr sig undir merki
kjarnorku, vágeisla og vígalmatta, er aumkunarvert óráðshjal.
Hið eina, er nálgast eitthvað öryggi í þess háttaf félagsskap, er
að halda sig sem mest utan við hann — og þá fyrst og fremst
þann anda, sem vígbúnaðurinn byggist á. Nú má þó ekki loka
augunum fyrir því, að bandalag Sameinuðu þjóðanna er á sinn
liátt einlæg viðleitni til að útiloka ófrið og byggja upp fram-
tíðarvænlegan heim. Og er sú löngun viðurkenningarverð, —
svona líkt og löngun forfaliins drykkjumanns til að Iiætta að
drekka, enda líkurnar því miður svipaðar. Löngun þessari ber
því að auðsýna alla samúð og styðja hana með þátttöku í öllu,
sem ekki gengur beint í berhögg við hana. Ófriður verður
aldrei afnuminn með vígbúnaði. — Það er öldungis óskiljan-
legt, hvernig forustumenn þjóðanna geta liaft uppburði í sér
til að standa hver frammi fyrir öðrum og öllu mannkyninu og
ræða vígbúnað eins og sjálfsagðan hlut — og vita og jdta, að
styrjöld er hér eftir hér um bil sama og gereyðing. Hvers eðlis
er annars slik blinda?
Rikisstjórn íslands og Alþingi hafa enga heimild til að