Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 24
22
JÖRÐ
kærleikur höfðu byggt upp. Hún tínir smá&teinana úr undir-
stöðunni, sem allt hvílir á.
Ég hef heyrt marga segja: Já, en það er leiðinlegt að lifa eiftir
svona reglum. Þeir segja líka um ástina, að hún sé allt of erfið,
og að lífinu eigi að lifa létt. Ef þeir aðeins liefðu grun um, livað
þeir liafa af sjálfum sér. Svo er þetta svo löðurmannlegt — að
þora ekki að horfa beint framan í sannleikann — þora ekki og
nenna ekki að taka á sig þau smáómök, sem eru sérkenni alls,
sem í raun og sannleika er mikils um vert og fagurt. Þeir eru of
sjóndaprir til að sjá, að það eru þessi smáómök, sem gera oss hæf
til að njóta lífsins.
Eg skal segja þér, að þegar maður gengur hér um þilfarið á
stjörnubjörtu kvöldi og horfir upp í himininn, þá er engu lík-
ara en að eilífðin sé að læðast að manni.... Hefur þú ekki
reynt að vera í návist andríks eða mikils manns og finna til
smæðar þinnar og hlusta með spenntum fjálgleik eftir hverju
orði, er gengur fram af munni hans, um hin ýmsu viðhorf? A
sama hátt ættum við, þú og ég, að hlýða á meistarann mikla,
lífið, og gera það, sem við getunt til að læra af því.
Danzig, 2-J. mai 19-fl.
.... Það skal vera eitt af stóru markmiðum lífs míns að
safna til svo mikillar mannþekkingar, sem mér er unnt, og
læra af henni. Það er merkilegur mannkostur að læra af eigin
ávirðingum, en merkilegri þó að læra af yfirsjónum ann-
arra... .
Danzig, 28. maí 1941.
.... Reyndu bara að setja þér fyrir hugskotssjónir, hvað
maður eins og ég er samsettur, — svo mjög, að ég á stundum
veit ekkert, hvar ég hef mig. Nú t. d. skrifa ég, að ég sé húðar-
selur, og ég meina það, og jafnframt finn ég til óljósrar gleði
yfir að geta verið svona hreinskilinn við þig. Fari ég að kanna
ltugsanir mínar og tilfinningar nánar, verður mér ekki um sel,
því það er sama, hvernig ég velti mér og sný: mér tekst ekki
að finna hreinan sannleika um sjálfan mig. Að eins í einu